fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Hafkalk – Heilsuvörur úr hafinu

Kynning

Erlendir markaðir opnast eftir verðlaun á alþjóðlegri sýningu í Svíþjóð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldufyrirtækið Hafkalk ehf., sem stofnað var árið 2000, framleiðir aukaefnalausar íslenskar heilsuvörur úr hafinu. Jón Garðar Jörundsson framkvæmdastjóri segir fyrstu og vinsælustu vöru fyrirtækisins vera hið vel þekkta Hafkalk en auk þess framleiðir fyrirtækið Hafkalkið í Gull-útgáfu með viðbættum vítamínum.
„Við framleiðum einnig steinefnablöndurnar Haf-Ró, Hafkraft og ljósátulýsið Hafkrill,“ segir Jón Garðar. „Hafkalk ehf. leggur mikla áherslu á hámarksgæði og hreinleika vörunnar og vinnur samkvæmt HACCP- og GMP-gæðastöðlum við framleiðsluna. Einungis eru notuð innihaldsefni af hæsta gæðaflokki fyrir allar framleiðsluvörur félagsins og jafnframt eru þær án aukaefna og því allar lausar við fylliefni, kekkjavarnarefni og önnur óæskileg íblöndunarefni.“

Hafkalk – ekki bara kalk!

Mynd frá rannsóknarstofu Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Kalkþörungar í nærmynd Mynd frá rannsóknarstofu Nýsköpunarmiðstöð Íslands

„Flaggskipið okkar er Hafkalk, vottuð náttúruafurð sem er kalkþörungar úr Arnarfirði og inniheldur náttúrulega u.þ.b. 30% kalsíum, 2% magnesíum og fjölmörg stein- og snefilefni, m.a. járn, sink, selen, kalíum, mangan, joð og kóbalt. Þetta eru hvorki meira né minna en 74 stein- og snefilefni úr hafinu í náttúrulegu jafnvægi. Kalkþörungar hafa mikið yfirborð vegna einstakrar uppbyggingar og brotna auðveldlega niður í meltingarveginum. Þetta, ásamt samlegðaráhrifum hinna fjölmörgu steinefna, tryggir góða upptöku og virkni,“ útskýrir Jón Garðar.

HAFKALK GULL er með viðbættu D3 og K2 (MK7) vítamíni sem og viðbótar magnesíum og mangan til að stuðla að enn betri virkni og bættri upptöku kalks í líkamanum.
Hafkalk styrkir brjósk og bein og hefur reynst mörgum vel í baráttunni við liðverki og er jafnframt öflug forvörn gegn beinþynningu.

HAF-RÓ er önnur vinsæl vara hjá Hafkalki. Slakandi steinefnablanda sem inniheldur náttúrlegt sjávar-magnesíum, kalkþörunga úr Arnarfirðinum ásamt B6 (P5P) og C vítamíni. Við erum stoltir af því að hafa hlotið verðlaun fyrir HAF-RÓ í Svíþjóð í fyrra en þar fengum við silfurverðlaun fyrir besta nýja fæðubótarefnið.“

HAF-RÓ hefur reynst mörgum, sem eiga við svefnvandamál að stríða, vel.

HAFKRAFTUR er kraftmikil steinefnablanda með náttúrulegu sjávar-magnesíum, Sink-L-Aspartate auk öflugra skammta af virku B6 vítamíni (P5P) og C vítamíni. Innihaldsefni Hafkrafts vinna saman að því að stuðla að jafnvægi í orkubúskapnum og bæta endurheimt eftir líkamlega áreynslu.

HAFKRAFTUR er vinsæll hjá íþróttafólki en hentar jafnframt þeim sem vantar viðbótar magnesíum í fæðuna.

HAFKRILL er auðmelt og kraftmikið Omega 3 ljósátulýsi sem er ríkt af vatnsuppleysanlegum fosfólipíðbundnum EPA og DHA fitusýrum , sem rannsóknir sýna að eru líkamanum auðveldari í upptöku en fiskilýsi. Hafkrill er ríkt af náttúrulegum andoxunarefnum sem gera rotvarnarefni óþörf .
HAFKRILLIÐ okkar köllum við gjarnan o-MEGA-3 vegna þess hve öflugt það er.

Íslensk bætiefni seld til Kína

„Það er margt mjög jákvætt og spennandi að gerast hjá fyrirtækinu og höfum við m.a. skrifað undir samning við stórt kínverskt fyrirtæki um einkarétt á sölu og dreifingu afurða Hafkalks á markað þar í landi. Samningurinn er afrakstur markaðsátaks fyrirtækisins erlendis en vörur Hafkalks vöktu, eins og áður sagði, athygli á alþjóðlegri sýningu í Svíþjóð árið 2014 og vann Haf-Ró (e. Ocean Calm) silfurverðlaun í flokknum besta heilsu- og fæðubótarefnið. Forsvarsmenn Hafkalks binda miklar vonir við samninginn og hafa fyrstu pantanir þegar verið afgreiddar þangað.“

Lesa má meira um vörur Hafkalks og umsagnir á heimasíðu fyrirtækisins www.hafkalk.is
Hafkalk ehf., Lönguhlíð 1, Bíldudal. Sími: 456-2112.

Jón Garðar Jörundsson, hér fyrir miðju, tekur við eftirsóttum silfurverðlaununum í Svíþjóð.
Innovation Awards. Jón Garðar Jörundsson, hér fyrir miðju, tekur við eftirsóttum silfurverðlaununum í Svíþjóð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“