Óvenjuleg sjón blasti við hópi ferðamanna sem áttu leið um helli í Ceredigion í Wales á dögunum. Heilt fjall af ónýtum, gömlum bifreiðum fannst inni í hellinum.
Bílakirkjugarðurinn var í helli sem eitt sinn var notaður af námuvinnslumönnum, en umræddri námu var lokað árið 1960.
Hellirinn, eða náman, er ekki í alfaraleið og segir Gregory Rivolet, einn þeirra sem fann bílana, að hellirinn hafi verið erfiður yfirferðar. „Jarðvegurinn þarna er mjög óstöðugur,“ segir Rivolet sem varð fjórum tímum í hellinum. Erfitt er að komast inn í hann, en Rivolet og kollegar hans þurftu að láta sig síga um 30 metra til að komast í botn hellisins.
„Þetta var frekar súrrealískt. Þarna var svartamyrkur, mjög blautt, sleipt og hættulegt. Og svo rekum við augun í bílakirkjugarðinn,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvaðan bílarnir koma eða hver kom þeim fyrir ofan í hellinum.