fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
FókusKynning

Nú steinhættir þú að þvo gallabuxurnar þínar

Forstjóri Levi’s varpaði sprengju – Svona getur þú látið buxurnar halda sjarmanum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri Levi Strauss fyrirtækisins sem framleiðir hinar geysivinsælu Levi’s gallabuxur, varpaði nýlega sprengju í viðtalsþætti hjá Fortune tímaritinu.

Chip Bergh, sem mætti að sjálfsögðu klæddur gallafötum frá toppi til táar í spjallþáttinn, segir að það eigi EKKI að þvo gallabuxur.

Bergh útskýrði að þetta væri ekki svo skelfileg hugmynd og lýsti því hvernig hann sjálfur notar tannbursta til að hreinsa bletti af buxunum sínum.

Það sem Bergh gengur til með málflutningnum er að vekja athygli á því að neytendur þurfi að hugsa áður en þeir henda hverju sem er í þvottavélina.

„Góðar gallabuxur þurfa ekki að fara í þvottavélina, nema kannski örsjaldan.“

Rökin fyrir þessu eru að þvottur í vél skemmir gallaefnið, og er að auki sóun á vatni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er haldið fram. Á vefsíðu gallabuxnaframleiðandans Hiut Denim kemur fram að best sé að bíða í að minnsta kosti sex mánuði áður en gallabuxur eru þvegnar í fyrsta sinn.

Því lengur sem beðið er með þvottinn þeim mun betur munu buxurnar eldast.

„The reason for this is that the indigo will have worn off in places where you make natural creases. Just by sitting down, putting your phone in and out of your pockets, your hands in your pockets. All these daily little things will make your jeans look great.

„Indigo liturinn í gallaefninu verður máður þar sem efnið krumpast og gefur fallegt útlit. Ef þú þværð buxurnar of snemma þvæst indigo liturinn í burtu jafnt yfir buxurnar, og þar með missa þær töfrana.“

Í stað þess að setja gallabuxur í þvottavél mæla nokkrir framleiðendur með því að setja þær í frysti yfir nótt til að eyða bakteríum. Einnig er hægt að leggja þær út í sólina, eða nota á þær úða sem eyðir lykt.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=KjXhe2qVKgE&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi