Mögulega mögnuð áhrif á heilsuna
Ef þú nýtur þess að borða avókadó er nokkuð víst að þú hendir steinunum án þess að hugsa þig tvisvar um.
Avókadó er meinhollur ávöxtur, en það er steinninn líka. Hann er einstaklega ríkur af amínósýrum og inniheldur mikið af hollum trefjum.
Það er því tilvalið að rífa steininn niður með rifjárni og nota í drykki, kássur, salöt eða hvað sem er. Ef þú átt mjög öflugan blandara gætir þú jafnvel prófað að henda einum steini með í næsta smúþí!
Hér eru nokkur dæmi um möguleg jákvæð áhrif avókadósteina á heilsuna:
1- Bólguhamlandi – góð áhrif á bólgna liði.
2- Stemmandi – róandi áhrif á magann, til dæmis við niðurgangi og magabólgum.
3- Hvetur kollagenmyndun – það er efnið sem gerir húðina stinna og dregur úr myndun á hrukkum.
4- Styrkir ónæmiskerfið – þú færð síður pestir.
5- Fitubrennsla – trefjarnar skapa líka seddutilfinningu sem varir lengi eftir máltíðina.
6- Orka – steinninn er orkuríkur.
8- Avokadósteinar innihalda efnið flayonol sem hemur vöxt krabbameinsfruma.
Í þessu myndbandi sjáum við hressan gaur með brjálæðislega öflugan blandara sýna hvernig hægt er að búa til drykk sem inniheldur avókadóstein og ýmislegt annað:
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ghBJHwC-H3k&w=560&h=315]