fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Bílson: Sami eigandi verkstæðisins frá upphafi

Kynning
Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílson verkstæðið var stofnað 1984 í 80 fermetra húsnæði við Langholtsveg. Reksturinn var svo fluttur að Ármúla 15 árið 1990. Þar voru stækkunarmöguleikar fyrir hendi og voru þeir nýttir. Árið 2012 var fyrirtækið búið að sprengja utan af sér húsnæðið enn eina ferðina og var því fjárfest í nýrri glæsilegri byggingu að Kletthálsi 9. Verkstæðið er enn í höndum sama eiganda, Bjarka Harðarsonar.

Farsælt samstarf við Heklu

Árið 1991 var gerður þjónustusamningur við Heklu um þjónustu við þeirra vörumerki í bílageiranum. Það samstarf hefur verið mjög farsælt í gegnum tíðina. Bílson stenst staðla framleiðenda, sem eru mjög stífir og byggja alfarið á ISO stöðlunum. Þessir staðlar byggja á kröfum um aðbúnað, aðkomu, húsnæði, fyrirkomulag, endurmenntun starfsfólks, uppruna varahluta, rekjanleika, ábyrgðarviðgerðir, tækjabúnað, tækniupplýsingar og margt fleira. Vottun Bílgreinasambandsins er hluti af þessum stöðlum. Hagsmunir viðskiptavina eru tryggðir í samstarfi BGS og FÍB.

Beintengdir við gagnabanka Volkswagen og Skoda

Bílson verkstæðið býr við mikla aðgreiningu gagnvart samkeppnisaðilum á bílamarkaðnum. „Við erum beintengdir við gagnabanka bæði Volkswagen og Skoda. Það þýðir að við höfum aðgang að og erum samherjar allra þjónustuaðila í heiminum sem eru beintengdir þessum vörumerkjum. Það er sameiginlegur gagnabanki, þar sem menn setja inn upplýsingar um flókin viðfangsefni. Það er því ekki alltaf verið að finna upp hjólið,“ segir Bjarki. „Bilunin getur verið þekkt hinum megin á hnettinum og þá sjáum við hliðstæðuna við okkar viðfangsefni hverju sinni. Þetta sparar oft mikinn tíma, þannig að flóknar greiningar fá oft skjóta niðurstöðu. Við upplifum oft að aðilar eru að kóðalesa allar tegundir bíla. Þeir geta fengið upplýsingar úr þessum lestri á hvaða skynjurum er bilun,“ bætir hann við.
„Þá rjúka menn til og skipta út íhlutum sem jafnvel eru í lagi. Orsökin getur verið að vélarstjórnboxið kallar eftir uppfærslu, líkt og þegar slökkt er á heimilistölvunni á kvöldin. Svona uppfærslu þarf að framkvæma „online“ beint inn á framleiðandann,“ segir Bjarki. Bílson verkstæðið er eina verkstæðið í Reykjavík, fyrir utan Heklu, sem er beintengt Volkswagen og Skoda. „Við erum alltaf með nýjustu tækniupplýsingar uppfærðar. Greinin skiptist í raun orðið í tvennt. Annars vegar er hinn hefðbundni bifvélavirki og hins vegar tæknimaður. Þekking og reynsla er það mikilvægasta í okkar grein,“ segir Bjarki.

Viðskiptavinurinn er í öndvegi

„Við sinnum einnig ábyrgðarviðgerðum á þessum vörumerkjum. Helstu viðfangsefni okkar eru allt sem viðkemur öðru en body-viðgerðum. Smurning, bremsuviðgerðir, undirvagn, vélar, gírkassar og svo auðvitað rafmagnsviðgerðir,“ segir Bjarki. „Það síðastnefnda er mjög stór þáttur í okkar vinnu. Við erum með sérstaka forgreiningu, þar sem bíllinn er skoðaður áður en gengið er til verks. Þá er hægt að áætla umfang verksins betur fyrirfram,“ bætir hann við. Starfsmenn á Bílson verkstæðinu eru 18 í dag. „Margir þeirra luku námi hjá Bílson og starfa hjá okkur enn. Sá sem hefur vinninginn í þeim efnum hefur verið hjá okkur í 24 ár. Hópurinn er samsettur af bæði eldri og yngri reynsluboltum. Það er oft mikið fjör í vinnunni. Mjög lítil starfsmannavelta hefur fylgt okkur í gegnum langa tíð,“ segir Bjarki.
Bílson er staðsett að Kletthálsi 9, á bak við bílasölurnar. Bjarkir segir: „Við leitumst við að hafa viðskiptavininn í öndvegi. Það er oft gaman að sjá, þegar viðskiptavinir eignast aftur Heklubíl; þá koma þeir aftur.“ Opið er frá 07.45 til 17.00 á mánudögum til og með fimmtudags og til kl.16.00 á föstudögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“