Fimm þema kokteilar á Reykjavik Coctail Weekend-seðlinum
„Við á MARBAR verðum með fimm kokteila á Reykjavik Coctail Weekend-seðlinum okkar. Einn þeirra heitir Kalli minn og er eins konar einkennisdrykkur staðarins. Í honum er meðal annars vermúð, brandí, Orgeat-sýróp, Rock Candy-sykursýróp og lime-safi. Kalli minn er borinn fram í viskíglasi.
Síðan erum við með Fudge sem inniheldur meðal annars perukoníak, bananalíkjör, ítalskan vanillulíkjör og trönuberjasafa. Einn drykkurinn okkar heitir Icelandic Sour sem í er brennivín, sykursýróp, sítrónusafni og eggjahvíta. Rommbomm inniheldur romm eins og nafnið gefur til kynna, auk lime-safa, sykursíróps og engiferbjórs. Whiskey Smash inniheldur síðan viskí, sykursíróp, sítrónusafa og myntu.“
Þetta segir Elna María Tómasdóttir á Marbar, Geirsgötu 9, um drykkina sem verða í boði á staðnum á Reykjavík Cocktail Weekend. Verð á kokteilum um helgina verður 1.500 krónur.
„Á föstudag verður síðan Torres-partí á staðnum milli klukkan 18 og 21. Allir kokteilar á 1.000 krónur. Þá kemur barþjónn frá Torres á Spáni, snillingurinn hann Javier Reynosso, og vinnur á barnum hjá okkur,“ á meðan á „happy hour“ stendur,“ segir Elna.