Jacobsen Loftið, Austurstræti, verður með spennandi kokteila í boði á Reykjavík Cocktail Weekend. Þrjár uppákomur eru í gangi hjá Jacobsen Loftinu vegna hátíðarinnar en þeirri fyrstu, sem var í samstarfi við Grand Marnier og Ölgerðina, lauk á fimmtudagskvöldi. Í dag, föstudag, er Maker’s Mark-kynning í samstarfi við Haugen Gruppen.
„Þar ætlum við að bjóða upp á flotta kokteila sem byggjast á Maker’s Mark. Þetta verður í boði frá kl. 16 og á meðan birgðir endast. Ég á von á að þetta standi til um kl. 21 um kvöldið,“ segir Heiðar Árnason hjá Jacobsen Loftinu. Drykkirnir verða á 1.500 krónur sem er algengasta verðið á drykkjum á Reykjavík Cocktail Weekend.
„Á laugardag er síðan kynning í samstarfi við Globus á Ungava frá Kanada. Þá fá gestir kokteila sem byggðir eru upp á gini – frá klukkan 16.00 og væntanlega fram eftir kvöldi,“ segir Heiðar.
Auk þessara uppákoma verða síðan ýmsir aðrir spennandi kokteilar í boði og um að gera að kíkja á Jacobsen Loftið til að upplifa fjölbreytilega og spennandi kokteilmenningu um helgina.