Hægt er að næla sér í flöskuborð með því að taka þátt í leik á facebook
Aðalviðburðurinn á Austur á Reykjavík Coctail Weekend er Havana Club partíið í kvöld, föstudagskvöld. Þar mun sjö manna sambahljómsveit sem heitir Azúcar spila. Einnig kemur rapparinn Blaz Roca fram og flytur sína slagara í sambaútsetningum. Havana-drykkirnir munu flæða og það verður ekta kúbversk stemning.
Maðurinn á bak við nýja kokteil-listann á Austur heitir Raúl og tekur hann þátt í Reykjavík Coctail Weekend fyrir hönd staðarins með drykknum Mercedes. Grunnurinn í þeim drykk er gin og agúrka. Drykkurinn er svipaðrar gerðar og Whiskey Sour en bragðið er allt öðruvísi vegna ginsins og gúrkunnar.
Barþjónninn Cesar tekur síðan þátt í vinnustaða-freelance-keppninni með kokteilinn sinn, Tropical Twist, en undirstaðan í honum er vodka og vatnsmelóna.
Hægt er að næla sér í flöskuborð í Havana Club partíinu með því að taka þátt í leik á Facebook-síðu Austur.