fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
FókusKynning

Sjáðu hvað Margrét Edda gerir til að koma sér í ótrúlegt form

Sigraði á móti í Las Vegas í nótt – Borðar sex til sjö máltíðir á dag

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 31. janúar 2016 16:35

Sigraði á móti í Las Vegas í nótt - Borðar sex til sjö máltíðir á dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Edda Gnarr sigraði á IFBB Legends Pro Classic-atvinnumannamótinu sem haldið var í Las Vegas í nótt. Margrét hefur lagt mikið á sig undanfarna mánuði en DV lagði á dögunum fyrir hana nokkrar spurningar þar sem hún segir meðal annars frá því hvað hún borðar og hvað hún æfir mikið.

Hvað kom til að þú byrjaðir í fitness?

„Ég hafði eitthvað fylgst með fitness hér á landi í gegnum árin en það var ekki fyrr en byrjað var að keppa í módel-fitness sem ég fékk fyrst áhuga á að keppa. Mér var oft ráðlagt að reyna fyrir mér í módelbransanum en alltaf fékk ég að heyra að ég væri of stælt og of lágvaxin svo módel-fitness flokkurinn var fullkominn fyrir mig.“

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir mót?

„Ég fer eftir æfinga- og matarprógrömmum frá keppnisþjálfara mínum, Jóhanni Norðfjörð, sem er einn færasti keppnisþjálfari á landinu og einnig Alþjóðadómari hjá IFBB. Ég æfi svo keppnispósur á hverjum degi og tek slökun í Laugum Spa allavega einu sinni í viku.“

Hvernig hagræðir þú þínu mataræði?

„Keppnisþjálfari minn sér um mín matarprógrömm og fer ég eftir þeim. Ég borða sex til sjö máltíðir á dag á tveggja tíma fresti. Prógrömmin innihalda yfirleitt haframjöl, Whey-prótein, ávexti, magurt kjöt, brún hrísgrjón, sætar kartöflur og mikið magn af grænmeti.“

Hvað æfir þú að meðaltali oft í viku og hvernig er æfingakerfið sem þú notar?

„Ég lyfti sex sinnum í viku, tek auka brennslur fimm sinnum í viku og æfi KickFit tvisvar í viku. Lyftingaæfingar byrja á góðri og langri upphitun. Lyftingatækni fer eftir hvaða vöðvahóp ég er að æfa og er ég þá annaðhvort að lyfta þungu til að stækka eða léttu til að móta. Ég kenni KickFit tvisvar í viku og er mikið með á æfingunum en KickFit er æfingakerfi sem ég setti saman og er blanda af taekwondo og fitness.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr