fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Maturinn sem þú ættir aldrei að gefa hundinum þínum

Dýralæknir segir sína skoðun

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 31. janúar 2016 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir freistast til þess að missa mat á gólfið þegar heimilishundurinn er að sniglast í kringum matarborðið á matmálstíma. Þeir sem halda reglu vita þó sem er að hundar eiga það til að ganga á lagið og því er þetta oft bundið við þá sem ekki vita betur, til dæmis börn eða þá sem eru gestkomandi.

Matur ætlaður mannfólki getur farið misjafnlega í hunda og það er engin tilviljun að til er sérstakt hundafóður sem ætlað er dýrunum. Barbara Royal er dýralæknir og pistlahöfundur á vefsíðunni Ophrah.com, en hún skrifaði á dögunum pistil sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fer hún yfir og tekur dæmi um þann mat sem getur beinlínis reynst skaðlegur fyrir hunda.

Hnetusmjör

Royal segir að hún hafi fengið marga hunda til sín sem veikst hafa eftir neyslu á hnetusmjöri. Eins og mannfólkið geta hundar fengið ofnæmi ef þeir innbyrða hnetur. Hundum finnst hnetusmjör gott en Barabara ráðleggur fólki frá því að gefa þeim hnetusmjör.

Pítsa eða skorpa af pítsu

Fólk er misjafnlega hrifið af skorpunni, eða endanum, á pítsum og oft eru þær skildar eftir. Barabara segir að fólk ætti að forðast það eins og heitan eldinn að leyfa heimilishundinum að éta skorpuna, meðal annars af þeirri einföldu ástæðu að hún inniheldur hveiti og fleiri efni sem fer ekki vel í meltinguna.

Flögur

Royal hvetur fólk til að standast freistinguna þegar kemur að því að gefa hundinum kartöfluflögur. Kartöfluflögur innihalda mikið af salti og raunar hvetur Royal fólk til að þess að gefa hundunum ekkert sem inniheldur mikið af salti, hvort sem um er að ræða kartöfluflögur, saltkringlur eða unnar kjötvörur.

Kex og sælgæti

Það gerir hundum meiri skaða en það gerir þeim gott að innbyrða sælgæti eða kex. Það inniheldur alla jafna mikinn sykur sem gerir hundum – og öðrum dýrum – ekkert gott. Að sjálfsögðu er súkkulaði á algjörum bannlista enda getur það beinlínis reynst hættulegt fyrir hunda.

Hvað eigum við þá að gefa þeim?

Royal mælir með því að fólk láti skynsemina ráða för þegar kemur að því að gefa hundunum að borða. Hreint kjöt er líklega best þegar þú vilt gera vel við hundinn, en annars hefðbundið hundafóður. Hún segir að það sama gildi um ketti sem þurfa að éta prótín- og fituríkt fóður en ekki mikið af kolvetnum. Aðeins 5-10 prósent af hitaeiningunum ætti að koma úr kolvetnum, að mati Royal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni