fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Facebook bannaði mynd sem getur bjargað mannslífum

Rowena Kincaid er dauðvona – Birti mynd af geirvörtu til að sýna hver einkenni brjóstakrabbameins eru

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 31. janúar 2016 20:00

Rowena Kincaid er dauðvona - Birti mynd af geirvörtu til að sýna hver einkenni brjóstakrabbameins eru

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rowena Kincaid, fertug bresk kona, er dauðvona af völdum krabbameins sem hún hefur glímt við í á þriðja ár. Hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og ákvað að birta mynd brjósti sínu á samskiptavefnum Facebook í þeirri von að vekja konur til umhugsunar um brjóstakrabbamein og einkenni þess.

Myndin var hins vegar fjarlægð af forsvarsmönnum Facebook jafn harðan og hún birtist augum almennings. Það er Rowena ósátt við og gagnrýnir hún vinnubrögð Facebook, eins vinsælasta vefs heims.

Myndir sem bjarga mannslífum virðast ekki eiga heima á samfélagsmiðlinum.
Geirvarta Myndir sem bjarga mannslífum virðast ekki eiga heima á samfélagsmiðlinum.

Þegar Rowena greindist með krabbameinið árið 2013 töldu læknar að hún ætti þrjá til sex mánuði eftir ólifaða. Með viljann að vopni blés Rowena á hrakspár lækna en undanfarnar vikur hefur heilsa hennar versnað og er talið að hún þurfi að játa sig sigraða áður en langt um líður.

Rowena gerði heimildarmynd um baráttu sína í samstarfi við breska ríkisútvarpið, BBC, sem bar heitið Before I Kick the Bucket, en hún heldur einnig úti Facebook-síðu með sama nafni. Þar deilir hún reynslu sinni með lesendum sem eru yfir tíu þúsund. Þann 23. janúar síðastliðinn birti Rowena mynd af hægra brjósti sínu, en á myndinni má sjá rauð útbrot við geirvörtuna. Einkenni brjóstakrabbameins geta verið margvísleg, en eitt einkenna eru einmitt útbrot og upphleypt húð við geirvörtuna, á sjálfu brjóstinu eða á bringunni.

Á innan við tveimur tímum eftir birtinguna höfðu 72 þúsund „lækað“ myndina og fór færslan víða um samfélagsmiðilinn. Síðar sama dag var búið að fjarlægja myndina þar sem hún braut gegn siðareglum Facebook. Rowena segir í samtali við breska blaðið Independent að fjölmargar konur hafi haft samband við hana og hrósað henni fyrir birtinguna, meðal annars af þeirri ástæðu að þær höfðu ekki hugmynd um að þetta væri eitt af einkennum brjóstakrabbameins. Hún kveðst vera ósátt við að myndin hafi verið fjarlægð, enda um mikilvægan boðskap að ræða. Það sé í raun „ógeðslegt“ að Facebook hafi fjarlægt mynd sem mögulega gæti bjargað mannslífum.

Rowena segist ætla að halda áfram að vekja athygli á einkennum brjóstakrabbameins á þeim tíma sem hún á eftir. Forsvarsmenn Facebook sögðust vera að skoða málið þegar Independent leitaði til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni