fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

„Ég gæti litað allan daginn“

Gunnarsbörn senda frá sér Íslensku litabókina – Þemað er íslensk náttúra

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. janúar 2016 11:13

Gunnarsbörn senda frá sér Íslensku litabókina - Þemað er íslensk náttúra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska litabókin leit nýlega dagsins ljós, en um er að ræða fullorðinslitabók prýdda fallegum myndum eftir fjóra íslenska hönnuði sem saman mynda hönnunarteymið Gunnarsbörn.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, annar upphafsmanna teymisins, á flestar myndanna í bókinni en hún naut dyggrar aðstoðar Kára Gunnarssonar, eiginmanns síns, Aspar Gunnarsdóttur, systur hans, og Berglindar Ásgeirsdóttur, svilkonu sinnar. Guðrún segir bókina aldrei hafa geta litið dagsins ljós nema fyrir þau.
„Minn helsti innblástur að myndunum var íslensk náttúra, eins og kannski sést á þeim þá er ég sérstaklega hrifin af berjalyngi og finnst æðislegt að fara í berjamó,“ segir hún aðspurð hvaðan hún hafi fengið hugmyndir að myndunum. En þema bókarinnar er íslensk náttúra, þrátt fyrir að hver og ein mynd sé í raun sjálfstæð.

Hálfkláruð listaverk

En hvernig er að teikna myndir fyrir aðra til að lita? Er það ekki eins og að hætta við hálfklárað verk?
„Alls ekki,“ segir Guðrún án þess að hugsa sig um. „Ég er sjálf mjög hrifin af svarthvítu. Fannst samt í rauninni erfiðast að fylla ekki inn með svörtu. Myndirnar eru samt sem áður að sjálfsögðu bara hálfkláraðar og við gerðum okkur í raun alveg grein fyrir því þegar við vorum að vinna þær, þær eru í raun ekki tilbúnar fyrr en einhver litar þær og það er einmitt galdurinn á bak við svona litabækur, þetta er svo mikið samstarf á milli höfundanna og þeirra sem lita.“

En á Guðrún sér einhverja uppáhaldsmynd í bókinni? „Ég er sérstaklega hrifin af tröllinu hans Kára, en svo er ég líka sérstaklega hrifin af tröllskessunni hennar Aspar, sem er að fela sig fyrir sólinni. Ég er líka afskaplega ánægð með músalyngið mitt, sem er aftast í bókinni, og að sjálfsögðu rebbaskottið hennar Berglindar, sem prýðir forsíðuna, það er mjög erfitt að velja á milli.“

„Ég fann fyrir yfirþyrmandi löngun til að gera íslenska bók, enda var ég með smá heimþrá.“

Gjörsamlega handóð

Hingað til hafa Gunnarsbörn opinberlega aðallega verið í að útbúa og selja plaköt með myndum sem þau hafa hannað og teiknað, en Guðrún segir þau öll vera gjörsamlega handóð og bralli ýmislegt meira saman bak við tjöldin. Hugmyndin að litabókinni fæddist þegar þau hjónin fluttu tímabundið með fjölskylduna til Bretlands í apríl í fyrra. Þar komst Guðrún í tæri við hina víðfrægu litabók Secret Garden eftir Johönnu Basford, en sú bók markaði upphaf litaæðisins.

„Ég gat ekki annað en keypt hana. Hún er uppfull af laufblöðum og breskri flóru og ég fór strax að tengja bókina við breska náttúru enda bý ég í bresku sveitinni. Þá fann ég fyrir yfirþyrmandi löngun til að gera íslenska bók, enda var ég með smá heimþrá. Mér datt í hug að leggja þetta undir Berglindi og Ösp og þær tóku svona líka vel í þetta, svo fékk Kári að sjálfsögðu að vera með líka.“

Nú er eðlilegt að lita

Nú er oft talað um að það sé svo róandi að setjast niður og lita og Guðrún er svo sannarlega sammála því. „Ég gæti litað allan daginn ef ég hefði tíma,“ segir hún. Og Guðrún er sannfærð um að litaæðið sé komið til að vera. „Flestum sem þótti gaman að lita þegar þeir voru litlir þykir enn gaman að lita sem fullorðnir, þeir kannski vissu það ekki, af því að það tíðkaðist ekki að fullorðnir lituðu, núna er það mjög eðlilegt og mun halda áfram, blessunarlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“