fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Þú trúir því líklega ekki en þetta er sama konan

Natasha Teixeira er lifandi sönnun þess að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Natalia Teixeira var orðin 120 kíló ákvað hún að taka rækilega til í mataræði sínu. Nú, nokkrum árum síðar, keppir Natalia í fitness og hefur líf hennar tekið stakkaskiptum.

Natalia, sem í dag er 29 ára, segir í samtali við breska blaðið Mirror að hún hafi borðað ógrynni af ruslfæði áður fyrr. Þetta leiddi til mikillar þyngdaraukningar og í maí 2012 var hún orðin 120 kíló. Í kjölfarið ákvað Natalia að kaupa þjónustu einkaþjálfara sem hjálpaði henni af stað.

Gat borðað og borðað

Natalia, sem er fædd í Brasilíu en búsett á Englandi, segir í samtali við Mirror að hún hafi verið mjög virk sem barn. Eftir að hún gekk í hjónaband með núverandi eiginmanni sínum þegar hún var átján ára hafi kílóunum farið að fjölga. Um svipað leyti fór hún að vinna dæmigerða skrifstofuvinnu og hreyfði hún sig lítið sem ekkert.

„Ég gerði ekkert annað nema sitja og borða. Ég gat borðað og borðað. Líkaminn brást ekki vel við þessu og innan við ári síðar var ég orðin offitusjúklingur. Ég innbyrti 5.000 hitaeiningar á dag og var súkkulaðifíkill,“ segir Natalia sem á þrjú börn á aldrinum 3 til 9 ára.

Tók upp myndband og skammaðist sín

Natalia var orðin langþreytt á hreyfingarleysinu og ofþyngdinni og því ákvað hún að taka til sinna ráða. Hún segir að kvöld eitt hafi allt breyst. „Ég man að ég lá andvaka og hugsaði ekki um annað að ég væri orðin allt of þung. Ég var komin með ógeð á sjálfri mér og fannst að nú væri kominn tími á breytingar,“ segir hún en Natalia greip til þess óvenjulega ráðs að taka upp myndband af sjálfri sér sem hún setti á YouTube. „Ég gerði það svo ég myndi skammast mín og svo ég gæti sýnt öllum að mér var dauðans alvara um að ég þyrfti að skipta um lífsstíl.“

Átti helling inni

Hún segir að í fyrstu hafi allt snúist um að léttast en síðan hafi hana farið að hungra í eitthvað annað og meira; að koma sér í eins gott form og hún mögulega gat. „Eftir að ég léttist um 40 kíló fann ég að ætti helling inni og gæti komið mér í gott form eins og íþróttamenn,“ segir hún en þetta gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Hún segist hafa grátið á ófáum æfingum og átt það til að kasta upp vegna álagsins. En þegar sá þröskuldur var yfirstiginn urðu æfingarnar léttari enda formið orðið allt annað og betra.

Í dag vegur Natalia tæp 70 kíló og er fituprósenta hennar tólf prósent. Í dag keppir hún í fitness þar sem hún hefur náð góðum árangri. Hún lenti í 6. sæti í keppni í New York í nóvember 2014 og ári síðar lenti hún í 3. sæti. Segja má að Natasha sé lifandi sönnun þess að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“