fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
FókusKynning

Iceland Fitness með íslenska keppendur á Arnold Classic í Ohio

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konráð Valur Gíslason er eigandi Iceland Fitness og einkaþjálfari í World Class Laugum. Hann hefur verið tengdur fitness-heiminum í fjölda ára, bæði sem keppandi í vaxtarrækt og þjálfari en hann hefur unnið fjölda titla á ferli sínum í sportinu. Iceland Fitness mun leggja leið sína á Arnold Classic í Ohio í mars með stóran hóp Íslendinga sem munu keppa í fitness. Blaðakona DV heyrði í Konráði til að forvitnast um fitness-heiminn og manninn á bak við Iceland Fitness sem er brautryðjandi og leiðandi á íslenskum markaði þegar kemur að fitness og vaxtarrækt.

Hvað kom til að þú stofnaðir Iceland Fitness?

„Þetta hófst í raun með myndbandi sem góðvinur minn Ari Alexander Ergis leikstýrði. Þannig var mál með vexti að við fengum níu af þeim keppendum sem ég var að þjálfa fyrir bikarmótið í fitness 2011 til að vera með í nokkurs konar „motivation“ myndbandi sem innihélt nokkrar stelpur í mjög góðu formi að gera æfingar. Myndbandið kom mjög vel út og fékk frábærar viðtökur, sérstaklega erlendis. Myndbandinu hefur verið streymt vel yfir 100 þúsund sinnum á Youtube og Vimeo. Út frá þessu myndbandi kom sú hugmynd að setja upp heimasíðu sem myndi auðvelda keppendum að koma sér á framfæri erlendis með viðtölum, myndum og myndböndum ásamt því að setja einhvern ramma utan um einkaþjálfunina hjá mér. Heimasíðan ifitness.is fór í loftið 2012 og í dag eru myndböndin á síðunni yfir 220 talsins ásamt viðtölum og greinum um fitness-tengd málefni. Gaman er að nefna að eftir stofnun síðunnar hafa þó nokkuð margir keppendur, sem hafa verið að standa sig vel, fengið umfjöllun í heimsþekktum fitness-blöðum erlendis eða fengið samning hjá einhverjum af fæðubótarefnarisunum eða stórum fatamerkjum til dæmis.“

Mynd: ©2011 Jonas Hallgrimsson

Hvað er framundan hjá þér?

„Það er margt á döfinni hjá Iceland Fitness og ber þar helst að nefna keppnisferð á Arnold Classic USA en mótið er það stærsta sinnar tegundar í heiminum. Mótið er haldið í Columbus, Ohio 2.–6. mars og þangað mæta 18.000 keppendur sem keppa í alls kyns greinum yfir fjóra daga. Það eru um 200.000 manns áhorfenda sem fylgjast með, sem er gríðarlegur fjöldi. Ég verð með 13 keppendur í ár og Iceland Fitness mun vera duglegt að taka upp myndbönd af íslensku keppendunum, taka ljósmyndir og birta við þá viðtöl. Aðeins þremur vikum síðar er svo Íslandsmótið í fitness og býst ég við að vera með stóran hóp þar samkvæmt venju.“

Hvað þarf til að ná langt í þessu sporti?

„Það er svo sem engin leyniuppskrift en líkt og í öðru sporti þá krefst fitness gríðarlegs aga og vilja til að ná lengra og gera betur en aðrir. Þú þarft að vera reiðubúinn að æfa meira, brenna meira og pósa meira en þeir sem þú ert að fara að keppa við. Og svo er það blessað mataræðið, en ekkert sport í heiminum krefst þess að þú borðir eins útpælt og í fitness. Það þýðir ekki að þú eigir að borða lítið vegna þess að þá muntu rýrna í vöðvamassa og það er ekki gott, heldur þarf inntakan á orkuefnum eins og próteinum, kolvetnum og fitu að vera í samræmi við markmið þín. Það nægir samt ekki að hafa bara þessa þætti á hreinu því góð genabygging skiptir víst máli líka og þó að margt megi laga með réttum æfingum er einfaldlega ekki hægt að lagfæra suma þætti í ræktinni. Hér á ég til dæmis við hlutföll milli efri og neðri líkama, stærð axlaramma, breidd á mjöðmum og fleira.“

Una Margrét Heimisdóttir Arnold Classic Europe meistari og Evrópumeistari í fitness unglinga árið 2014 er í þjálfun hjá Konráði
Una Margrét Heimisdóttir Arnold Classic Europe meistari og Evrópumeistari í fitness unglinga árið 2014 er í þjálfun hjá Konráði

Hvað ráðleggur þú fólki sem vill hefja feril í fitness?

„Vertu alveg viss um hvað þú ert að fara út í. Þetta er dýrt sport, tímafrekt, mjög krefjandi andlega og líkamlega og alls ekki fyrir alla en þetta er líka gríðarlega gefandi og það er fátt sem kemst nálægt því að standa uppi á sviði í besta formi lífs þíns með brosið eyrna á milli í nokkurs konar alsæluástandi. Fáðu þér þjálfara með reynslu, sem þú treystir, og fáðu hann til að aðstoða þig við ferlið. Láttu útbúa æfingaprógramm þar sem unnið er í að laga gallana. Farðu í reglulegar mælingar eða taktu myndir til að fylgjast með árangrinum og fáðu kennslu í pósum tímanlega fyrir mót. Hægt er að kynna sér sportið frekar á ifitness.is.

Nýjasta myndband Iceland Fitness má sjá hér. Fleiri myndbönd frá Iceland Fitness má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt