fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Bakað fyrir björgunarsveitir

Kynning

Íslenskir bakarar, Landsbjörg og Ölgerðin taka höndum saman

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. janúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbrauð er samstarfsverkefni Ölgerðarinnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og íslenskra bakara. Landsbrauðið er til sölu í bakaríum um allt land og fær Slysavarnafélagið Landsbjörg 30 kr. af hverju seldu brauði í sinn hlut. Að sögn stjórnenda Slysavarnafélagsins Landsbjargar þá hefur verkefnið reynst þeim afar vel þar sem hver króna skiptir máli en Landsbrauðið var sett á markað í september síðastliðnum.

Um er að ræða gómsætt trefjaríkt brauð með höfrum, byggi og rúgi og hefur því verið tekið vel af almenningi. Vonast er til að Landsbrauðið verði varanlegur hluti af innkaupakerru landsmanna sem bæði kunna að meta gott brauð og vita hversu miklu máli björgunarsveitirnar skipta fyrir öryggi fólks hér á norðurslóðum.

Mikilvægur liður í slysavörnum

Landsbrauðið er einnig liður í slysavörnum því á umbúðir brauðanna eru prentaðar öryggisupplýsingar sem allir ættu að þekkja og kunna. „Það er gott að fá tækifæri á að setja árstíðabundnar forvarnarmerkingar á brauðin, eins og til dæmis að minna fólk á að nota hjálm þegar það fer út að hjóla á sumrin,“ sagði Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Smári segir verkefnið skipta björgunarsveitirnar miklu máli: „Bæði léttir það rekstur félagsins eftir annasöm misseri undanfarið en ekki síður þá eflir það forvarnastarf og upplýsingagjöf með skilaboðum á umbúðum. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ölgerðin hafa áður átt í farsælu samstarfi og við fögnum þessu framhaldi á því. Við erum mjög ánægð með þetta samstarf og hlýhug í okkar garð,“ sagði Smári og bætti við að þetta væri verkefni sem væri í hag allra, fólk geti snætt gómsætt og hollt brauð og styrkt lífsnauðsynlegt málefni á sama tíma.

Forréttindi að vinna með fagmönnum

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagðist mjög ánægður með verkefnið. ,,Við hjá Ölgerðinni leggjum mikla áherslu á vöruþróun og að fá að vinna slíka vinnu með fagmönnum eins og íslenskum bökurum eru forréttindi. Ölgerðin hefur unnið með Landsbjörg í öðrum verkefnum sem hafa gengið vel og við erum stolt af því að koma að þessu samstarfi,“ sagði Andri. Fyrir nokkrum árum stóð Ölgerðin fyrir átaki til hjálpar Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem ákveðin upphæð af hverri seldri dós af malti rann beint til björgunarsveitanna.

„Þetta samstarf er frábær viðbót við hollustuvakningu hjá bökurum. Strax upp úr 2009 fóru bakarar að vekja athygli á heilkornavörum með heilkornalógói sem jafngildir skráargati næringarlega. Við höfum fylgst með sölu á heilkornarúg og heilkornahveiti rjúka upp síðan þá. Landsbrauðið ber merkið trefjaríkt því það er 6,6% trefjar. Það er gaman að vinna svona verkefni sem bæði stuðlar að hollari matarvenjum og styrkir björgunarsveitirnar okkar í leiðinni,“ segir Andri.

Björgunarsveitarfólk þarf að vera vel nestað þegar farið er í lengri útköll og má gera ráð fyrir að Landsbrauðið verði í mörgum bakpokum þeirra það sem af líður vetri og í framtíðinni.

Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, undirrita samstarfssamninginn í september síðastliðnum.
Samstarfið innsiglað Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, undirrita samstarfssamninginn í september síðastliðnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“