fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Þetta gerðist þegar hann sleppti sykri og áfengi í mánuð

Hvernig gengur með þitt áramótaheit?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. janúar 2016 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti mánuður ársins er ekki liðinn svo líklega halda einhver áramótaheit ennþá. Umræða um skaðsemi sykurs og áfengis er ekki ný af nálinni, og eflaust hafa einhverjir ákveðið að taka sig á í neyslu þeirra efna.

Sacha Harland, hollenskur blaðamaður, er einn af þeim, en hann hætti neyslu sykurs og áfengis í heilan mánuð fyrir hollensku heilsuvefsíðuna LifeHunters. Að auki reyndi hann að borða sem náttúrulegastan mat og sneiddi hjá E-efnum. Á meðan bindindið stóð yfir tók hann regluleg myndbönd af sér til að geta miðlað líðan sinni og árangri.

Í upphafi mánaðarins fór Sacha í þolpróf og vandlega læknisskoðun, svo hægt væri að meta áhrif átaksins á líkama hans. Hann reyndist við góða heilsu, en hafði þó dálítið háar blóðfitur.

Sacha var stöðugt svangur og pirraður fyrstu vikuna. Hann lét auglýsingar um gosdrykki og skyndibita fara verulega í taugarnar á sér. „Ég bjóst ekki við að þetta yrði svona erfitt.“

Í myndbandinu er sýnt frá heimsókn Sacha til næringarfræðings, þar sem hann fræddist um áhrif sykurs á líkamann. „Þegar blóðsykurinn þinn hækkar, myndar líkaminn insúlín til að ná honum niður,“ útskýrir Marlou næringarfræðingur, „þá kallar líkaminn á meiri sykur. Sykur þreytir þig og áfengi gerir það líka með því að þurrka upp líkamann.“

Það var ekki fyrr en á 25. degi að Sacha fann ekki fyrir sykurlöngun þegar hann settist niður við morgunverðarborðið. Í síðustu vikunni var hann líka farinn að finna fyrir breytingum á líðan sinni, til dæmis var auðveldara að vakna og hann var hressari yfir daginn. „Ég bjóst ekki við svona miklum breytingum á mér líkamlega.“
Breytingarnar voru svo staðfestar í læknisskoðun í lok tímabilsins. Hann léttist um 4.5 kíló, efri mörk blóðþrýstings lækkuðu úr 135 í 125, kólesterólið lækkaði um 8% og blóðsykur var marktækt lægri.

„Í byrjun var þetta mjög erfitt,“ segir Sacha, „en þegar líkami minn hafði afeitrast af sykrinum gekk þetta mjög vel.“

Hér er myndbandið þar sem Sacha segir alla söguna:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=wyeor3z9EdQ&w=560&h=315]

Byggt á Buzzworthy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“