fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Humarsalan býður aðeins upp á hágæða hráefni

Kynning
Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Humarsalan er sölufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á humri fyrir innanlandsmarkað. Fyrirtækið býður verslunum, veitingahúsum, veisluþjónustum og einstaklingum upp á gæða humar frá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. „Við erum sérfræðingar í sjávarfangi og bjóðum aðeins upp á hágæða hráefni,“ segir Guðjón Vilhelm Sigurðsson, eigandi Humarsölunnar.

Humarsalan tákn um gæði

Humarsalan var stofnuð í janúar 2004. „Markmið okkar er að bjóða upp á fyrsta flokks humar allt árið um kring og veita fyrirtaks þjónustu,“ segir Guðjón. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins var viðskiptavinum einnig boðið upp á skötuselskinnar, sem njóta mikilla vinsælda. „Orðstír fyrirtækisins hefur jafnt og þétt vaxið og má með sanni segja að merki Humarsölunnar sé tákn um gæði,“ segir Guðjón.

Með hráefni í hæsta klassa

Humarsalan dreifir og selur humri frá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. „Við bjóðum aðeins upp á hráefni í hæsta klassa frá öflugustu humarútgerð landsins,“segir Guðjón. „Það hefur löngum loðað við Hornafjörð að þar sé besta humarinn að fá,“ bætir hann við. Humarsalan selur einnig aðrar afurðir Skinneyjar-Þinganess.

Mikið af nýjungum í gegnum árin

Humarsalan býður upp á breitt úrval af humri í skel og án skeljar, risarækju, hörpuskel og rækju, saltfisk, skötuselskinnar, steinbítskinnar, túnfisk og fleira. Á vörulista Humarsölunnar hafa verið að bætast við nýjungar í gegnum árin, og koma viðskiptavinir Humarsölunnar orðið víða að úr heiminum að sögn Guðjóns. Humarsalan býður einnig veitingahúsum erlendis upp á íslenskar sjávarafurðir og hefur sú þjónusta orðið sífellt vinsælli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“