fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Hollur og bragðgóður matur tilbúinn á fimm mínútum

Kynning

„Gerum réttina enn hollari með viðbættu omega 3″

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur kokkur ehf. er fjölskyldufyrirtæki í fremstu röð í framleiðslu á tilbúnum sjávarréttum. Markmið fyrirtækisins er að framleiða aðeins fyrsta flokks vörur, úr fyrsta flokks hráefni, sem eru hollar, bragðgóðar og fljótlegar í framleiðslu. Grímur Þór Gíslason á fyrirtækið með eiginkonu sinni, Ástu Maríu Ástvaldsdóttur, og bræðrum sínum, Sigmari og Gísla Matthíasi.

Framsækið fyrirtæki á matvælamarkaði

„Markmið okkar er að vera framsækið fyrirtæki á matvælamarkaði, láta hlutina gerast og ná árangri, til hagsbóta fyrir fyrirtækið, starfsfólkið og allra helst fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Grímur. „Þar sem við höfum aðgang að ferskasta fiski í heimi, höfum við lagt megináherslu á tilbúna fiskrétti úr úrvals hráefni. Einnig erum við að framleiða nokkrar tegundir af grænmetisbuffum sem hafa verið mjög vinsæl,“ bætir hann við.

Sendir ferskar vörur frá sér tvisvar á dag

Fyrirtækið er staðsett í Vestmannaeyjum og sendir frá sér ferskar vörur tvisvar á dag til Reykjavíkur. „Við erum með yfir 30 vörutegundir og seljum út um allt land í langflestar verslanir landsins, bæði í verslunarkeðjur og búðir í eigu einstaklinga,“ segir Grímur. Að sögn Gríms selja þau einnig til mötuneyta. „Bæði stór og smá mötuneyti geta pantað og fengið gæðavörur senda á staðinn,“ segir Grímur.

Evrópuverkefni: gerum réttina enn hollari með viðbættu omega 3

„Við erum dugleg í vöruþróun og leggjum mikla áherslu á nýjungar,“ segir Grímur. „Sem dæmi má nefna Evrópuverkefnið okkar sem snýst um viðbætt omega 3 í fiskréttina sem og grænmetisréttina okkar. Með þessu gerum við réttina enn hollari. Núna í mars munu tveir nýir réttir líta dagsins ljós með þessu viðbætta omega 3 og munu verða framleiddir undir merkjum Heilsurétta fjölskyldunnar sem við erum með,“ segir Grímur. „Heilsuréttir fjölskyldunnar eru réttir án glúteins, laktósa, gers, eggja og allra óþolsvaldandi efna,“ bætir hann við.

Staðsett í Vestmannaeyjum

„Við erum með alla framleiðsluna í Vestmannaeyjum og hjá okkur starfa tuttugu manns sem er flott viðbót í atvinnuflóruna í Vestmannaeyjum,“ segir Grímur. „Gaman er að nefna að við vorum nýlega að flytja í nýtt húsnæði og það gengur allt svo ljómandi vel,“ bætir hann við.

Á vefsíðu fyrirtækisins eru afar greinagóðar innihaldslýsingar á öllum réttum og gefin eru góð ráð um eldunaraðferðir og meðlæti www.grimurkokkur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni