fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Ný vörulína væntanleg hjá Söstrene Grene

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. janúar 2016 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söstrene Grene er dönsk keðja og selur mikið af rómaðri danskri hönnun en einnig sækja hönnuðir innblástur til Spánar og Austurlanda. Söstrene Grene á Íslandi býður upp á smekklegar hönnunarvörur og sérhæfir verslunin sig í húsbúnaði og húsgögnum. Innan skamms mun barnaherbergjalína bætast við vörulínu þeirra. Kristín Reynisdóttir, annar eigenda verslunarinnar, segir að með barnaherbergjalínunni muni vöruúrval þeirra aukast töluvert. „Vörurnar úr þeirri línu eru að tínast inn í verslunina núna,“ segir Kristín. Hún bætir við: „Við erum alltaf að færa okkur nær húsgögnunum. Það eru hönnuðir í Aarhus sem hanna allt fyrir vörulínuna þannig að það er svolítið skandinavískt yfirbragð á vörulínunni sem ég tel henta Íslendingum vel.“

Það hefur ríkt töluverð eftirvænting eftir þessum fallegu stólum sem til að byrja með fást eingöngu í verslunum Söstrene Grene hér landi.
Söstrene Grene stólarnir Það hefur ríkt töluverð eftirvænting eftir þessum fallegu stólum sem til að byrja með fást eingöngu í verslunum Söstrene Grene hér landi.

Nýir stólar komnir

„Við vorum að fá nýja stóla að utan sem viðskiptavinir eru búnir að bíða lengi eftir,“ segir Kristín. Stólarnir eru hvergi fáanlegir annars staðar þar sem Ísland er fyrsta landið sem fær stólana að sögn Kristínar. „Þeir eru mjög fallegir, sterkir, léttir og mjög góðir. Verðið á þeim er 9.998 krónur fyrir stykkið,“ segir hún.

Fjölbreyttar vörur

Auk framan greindra vara býður Söstrene Grene upp á leikföng, matvörur, eldhúsáhöld, kerti, ritföng og veisluvarning svo nokkur dæmi séu nefnd. Ávallt er mikið úrval vinsællar vöru í boði en jafnframt koma reglulega nýjar og spennandi vörur og eru þær mismunandi frá einni viku til annarrar. „Miklar kröfur eru gerðar til gæða og notagildi vörunnar,“ segir Kristín. Verslanirnar eru byggðar upp eins og austurlenskur markaður og viðskiptavinurinn upplifir að hann sé staddur á slíkum stað. Mikið er lagt upp úr uppstillingum á vörum, litum og notalegri tónlist, ásamt sterkri og ljúfri angan af tei og kertum.

Vert er að benda fagurkerum á að fylgjast með facebook síðu Söstrene Grene. En þar koma reglulega inn myndir og upplýsingar um nýjar vörur

Verslanir í Smáralind og Kringlunni

Æskuvinkonurnar Kristín Reynisdóttir og Brynja Scheving reka tvær verslanir sem eru staðsettar í Smáralind og í Kringlunni. „Þrátt fyrir að verslanirnar séu á höfuðborgarsvæðinu eigum við stóran og dyggan hóp viðskiptavina af landsbyggðinni,“ segir Kristín. Á facebooksíðu verslunarinnar er hægt að fylgjast með nýjustu vörunum sem koma í búðina hverju sinni og nálgast fullt af skemmtilegum fróðleiksmolum.

Opnunartími í Smáralindinni er eftirfarandi
Alla virka frá kl. 11.00 til 19.00
Fimmtudaga frá kl. 11.00 til 21.00
Laugardaga frá kl. 11.00 til 18.00
Sunnudaga frá kl. 11.00 til 18.00

Opnunartími í Kringlunni er eftirfarandi
Mánudag til miðvikudag frá kl. 11.00 til 18.30
Fimmtudaga frá kl. 11.00 til 21.00
Föstudaga frá kl. 10.00 til 19.00
Laugardaga frá kl. 11.00 til 18.00
Sunnudaga frá kl. 11.00 til 18.00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt