fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Dún og fiður leiðandi á sínu sviði á Íslandi

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. janúar 2016 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dún og fiður sérhæfir sig og er leiðandi á Íslandi í endurnýjun og hreinsun á koddum, púðum, pullum og skyldum vörum úr náttúrulegum dún og fiðri óháð því hvar viðkomandi vara er framleidd. Vörur sem fyrirtækið endurnýjar fá nýjan ársstimpil. Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar, nefnir að hún bjóði einnig upp á sér stærðir á sængum og fyllingum en verslunin hefur gert það síðan árið 1959. „Dún og fiður byggir á um 55 ára gömlum merg og hefur verið í eigu fjölskyldunnar allan tímann. Á þessum tíma hefur safnast saman mjög mikilvæg þekking og reynsla á öllu sem lýtur að dún og fiðri, efnum því tengdu og meðhöndlun sængurfatnaðar,“ segir Anna.

Er í framleiðslu sjálf

„Við framleiðum einnig sjálf sængur og kodda. Við erum í dúni með allt frá ungbarnasængum og upp í fullorðinssængur. Auk þess erum við meðal annars með dúnkerrupoka fyrir ungbörn,“ segir Anna. Öll framleiðslan er merkt Dún og fiður og ársstimpluð þannig að sjá megi framleiðsluárið þegar komið er með vöruna í hreinsun
eða endurnýjun. Við endurnýjun á framleiðsluvöru Dún- og fiðurhreinsunarinnar er vörunni gefinn nýr ársstimpill. „Við framleiðum vörur okkar úr mismunandi dún og fiðri: æðardún, snjógæsadún, svanadún og andardún og eru gæðin í þeirri röð sem hér er talið,“ segir Anna. Hún bætir við að viðskiptavinir geti gert sérpöntun á sængum og koddum ef þeir kjósi að kaupa stærðir sem eru ekki staðlaðar.

Rótgróið fyrirtæki

Dún og fiður er staðsett á Laugavegi 86 og hefur með áratuga langri starfsemi skapað sér fastan sess í hugum borgarbúa og annarra landsmanna. Því hefur það verið stefna fyrirtækisins að breyta engu þar um né að vera með útsölur eða útibú á öðrum stöðum.

Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 09.00 til 18 00 og á laugardögum frá kl. 11.00 til 16.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi