fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Fengu áfall þegar þau sáu brúðkaupsmyndina

Hjónin Noel og Leisa brutu rúmið fjórum sinnum – Léttust samtals um 150 kíló

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. janúar 2016 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Noel og Leisa Hoey ákváðu að taka sig rækilega í gegn þegar þau sáu brúðkaupsmyndirnar sínar. Bæði glímdu þau við offitu og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Nú, þremur árum eftir brúðkaupið, hafa þau Noel og Leisa lést um rúm 150 kíló eftir að hafa vegið samanlagt 330 kíló.

Hjónin hafa lést um 150 kíló.
Allt annað Hjónin hafa lést um 150 kíló.

„Ég fékk vægt áfall þegar ég sá brúðkaupsmyndirnar – mér fannst við satt að segja vera ógeðsleg. Á þessu augnabliki áttaði ég á mig á þetta voru ekki myndir sem myndu fá mig til að brosa. Ég varð fyrir ótrúlegum vonbrigðum,“ segir Leisa.

Noel og Leisa eru frá Dublin á Írlandi en þau kynntust árið 2003. Þau viðurkenna bæði að hafa verið veik fyrir skyndibita en fullyrða þó að aukakílóin hafi ekki farið að bætast við fyrr en eftir að börn þeirra komu í heiminn. Þau eiga fjögur börn á aldrinum tveggja til ellefu ára. Þegar mest var vó Noel rúm 200 kíló en Leisa tæp 130 kíló.
Var ástandið orðið svo slæmt að læknar mæltu með því að Leisa gengist undir hjáveituaðgerð, en eftir að hún varð ólétt var aðgerðinni slegið á frest. Hjónin segja að um tíma hafi þau ekki getað setið hlið við hlið þegar þau fóru í bíó og þá hafi þau ekki getað setið við hlið hvors annars í flugvélum.

„Við vissum sem var að við vorum feit, en við áttuðum okkur kannski ekki á því að við vorum tifandi tímasprengja,“ segir Leisa í samtali við Mail Online. Noel bætir við að þau hafi stundum legið andvaka á næturnar og það hafi ekki verið vegna þess að börnin hafi verið vakandi. Þvert á móti hafi það verið vegna þess að það brakaði svo mikið í hjónarúminu. „Eftir eina kvöldvakt kom ég heim, dauðþreyttur, og settist í rúmið. Fæturnir brotnuðu undan því. Við brutum rúmið þrisvar eftir þetta. Að lokum gáfumst við upp og sváfum á dýnum á gólfinu,“ segir Noel sem starfar sem öryggisvörður.

En það voru brúðkaupsmyndirnar sem reyndust ákveðinn vendipunktur í lífi þeirra. Noel segist hafa rifið myndirnar þegar þær komu í pósti og Leisa furðað sig á því af hverju þær hefðu ekki komið. Að lokum sagði hann henni sannleikann og þá ákváðu þau að taka sig taki. Leisa reið á vaðið og keypti sér kort í ræktina og Noel gerði slíkt hið sama tveimur vikum seinna. Síðan þá hafa þau ekki litið um öxl.

„Í dag líður okkur dásamlega,“ segir Leisa en þau léttust svo mikið að giftingarhringarnir pössuðu ekki lengur á fingur þeirra. Þau ákváðu í kjölfarið að endurnýja heitin og munu þau í kjölfarið fá fallegri brúðkaupsmyndir en í fyrra skiptið.

Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir dæmigerðan matseðil hjónanna:

Morgunmatur: Weetabix með jarðarberjum eða bláberjum og banana.

Hádegismatur: Kjúklingasalat

Kvöldmatur: Steik eða kjúklingur með blönduðu grænmeti

Snarl: Ávextir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi