fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Bestu fréttirnar breyttust í þær verstu: „Ég vona að saga mín verði til þess að bjarga einhverjum“

Mikilvægt fyrir konur að vera meðvitaðar af hættunni á leghálskrabbameini

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og átta ára kona fékk þau tíðindi frá lækni að hún væri komin þrjá mánuði á leið þegar raunin var sú að hún var með leghálskrabbamein. Konan sem um ræðir heitir Jessica Dempsey og er búsett í Liverpool á Englandi.

Leghálskrabbamein

Leghálskrabbamein

Hér á landi hefur skipuleg leit að leghálskrabbameini dregið úr nýgengi um 70% og dánartíðni um 90% frá því leit hófst árið 1964. Hægt er að leita til Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Ef þú hefur einhvern tímann stundað kynlíf, hvort sem það voru samfarir eða bara snerting við kynfæri annarrar manneskju gætir þú hafa smitast af HPV (Human Papilloma Virus). Leghálskrabbamein og frumubreytingar eru af völdum HPV sem er algengasti kynsjúkdómurinn í heiminum, líka á Íslandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar, hættulausar og ganga til baka. Í sumum tilfellum getur veirusýkingin valdið alvarlegum frumubreytingum sem geta þróast í leghálskrabbamein, venjulega á löngum tíma (nokkrum árum eða áratugum). Alvarlegar frumubreytingar og leghálskrabbamein geta fundist við reglulega leghálskrabbameinsleit.Ef þú hefur aldrei stundað kynlíf þarftu ekki að fara í leghálskrabbameinsleit.

Í viðtali við Mail Online segir Jessica að hún hafi leitað allt að tíu sinnum til læknis vegna verkja í mjóbaki. Læknar sannfærðu hana um að verkirnir væru ekkert til að hafa áhyggjur; einn ávísaði sýklalyfjum þar sem hann taldi að um sýkingu í nýrum væri að ræða, annar taldi að Jessica væri komin þrjá mánuði á leið og sá þriðji taldi að um túrverki væri að ræða. Loks var hún greind með fjórða stigs leghálskrabbamein og hefur hún þurft að gangast undir erfiðar lyfjameðferðir vegna krabbameinsins sem hún er ekki laus við.

Jessica hvetur konur til að fara reglulega í krabbameinsleit. Hún sagði sögu sína á Facebook-síðu sinni og hefur pistli hennar verið deilt mörg þúsund sinnum síðan fyrir helgi. Hún byrjaði að finna fyrir verkjum síðla árs 2014, en sex mánuðir liðu þar til hún fékk rétta greiningu. Það gerðist eftir að niðurstöður blóðprufu lágu fyrir.

„Ég vissi að eitthvað væri að, eitthvað alvarlegra en læknarnir sögðu mér. Ég vildi að ég hefði staðið fastar á mínu,“ segir hún. „Þegar ég fékk greininguna fór heimurinn á hvolf. Þetta var svo mikið áfall en að sama skapi var ég ánægð að fá rétta greiningu. Ég vil ekki að aðrir gangi í gegnum það sama og ég. Ég vona að saga mín verði til þess að bjarga einhverjum.“

Sem fyrr segir er Jessica ekki laus við krabbameinið og er óvíst með batahorfur. Í samtali við Mail Online segist hún aldrei hafa búist við þeim viðbrögðum sem hún fékk vegna pistilsins. Fjölmargar konur hafi haft samband og sagst hafa látið tékka á sér eftir að hafa lesið pistilinn. Auk þess að hvetja fólk til að fara í krabbameinsleit hvetur hún fólk til að gefa blóð, því án blóðgjafa væri hún líklega dáin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“