fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
FókusKynning

Betri heilsa á nýju ári með Mamma veit best

Kynning

„Gæðavörur sem eru framleiddar á heiðarlegan máta,“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við leggjum áherslu á faglega og persónulega þjónustu og bjóðum alla velkomna til okkar í spjall. Við erum hérna til að styðja og gefa góð ráð. Við hvetjum fólk frekar til að gera litlar og varanlegar breytingar fremur en að reyna að umturna öllu á einni nóttu því þá er hætta á að maður gefist upp. Við hvetjum alla til að huga að bæði líkamlegri og andlegri heilsu á nýju ári.“

Þetta segir Ösp Viðarsdóttir hjá heilsuvörufyrirtækinu Mamma veit best sem hjálpar fólki til að þróa með sér heilsusamlegt líferni með ráðgjöf og sölu á fjölbreyttum hágæða heilsuvörum.

Fyrirtækið var stofnað árið 2010. Í nafninu Mamma veit best er vísun í virðingu eigenda fyrirtækisins fyrir móður jörð.

„Í upphafi var þetta eins manns fyrirtæki en síðan hefur það vaxið og dafnað og vöruvalið aukist mikið. Þetta er lítið fyrirtæki sem rekið er af hugsjón öðru fremur og með það markmið að bjóða gæðavöru á sanngjörnu verði. Við berum líka mikla virðingu fyrir móður jörð eins og nafnið okkar gefur til kynna. Í náttúrunni má nefnilega oft finna ráð við hinum ýmsu kvillum og með hollu mataræði og heilbrigðum lífsstíl getum við haldið heilsunni í lagi,“ segir Ösp.

Mamma veit best er allt í senn heildsala, verslun og netverslun. Fólk getur ýmist nálgast vörur fyrirtækisins í flestum apótekum og heilsubúðum landsins, í verslun fyrirtækisins að Laufbrekku 30 í Kópavogi eða í vefversluninni þar sem einnig má finna ítarlegar upplýsingar um vörurnar og fyrirtækið.

Gefum Ösp aftur orðið:

„Við leggjum höfuðáherslu á gæðavörur sem eru framleiddar á heiðarlegan máta, hafa rannsóknir og reynslu á bak við sig og innihalda það sem ætlast er til og hafa þá virkni sem þær eiga að hafa. Við erum með mikið úrval hágæða bætiefna en einnig t.d. lífrænar og umhverfisvænar sápur og lífræna matvöru.“

Nokkrar af helstu vörunum

Sem fyrr segir býður Mamma veit best upp á fjölbreytt úrval af hágæða heilsuvörum sem hjálpa okkur að þróa með okkur heilbrigðan lífsstíl á nýju ári. Hér eru nokkur góð dæmi:

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Magnesíum slökun: Magnesíum duft – magnesíum er mikilvægt fyrir alla tauga- og vöðvaslökun. Gagnast oft vel við hægðatregðu, sinadrætti, fótapirringi og svefnleysi svo eitthvað sé nefnt.

Dr. Bronner’s sápurnar: Lífrænar og umhverfisvænar. Bestu sápurnar fyrir viðkvæma húð. Henta fólki á öllum aldri og hægt að nota í bókstaflega allt: í sturtuna, þvottavélina, öll heimilisþrif o.fl.

Kísill í dufti: Kísill er steinefni sem oft vantar í fæðuna okkar en líkaminn þarf til margra starfa. Hann er t.d. góður fyrir hár, húð, neglur, bein og liði. Þeir sem taka hann inn taka oft eftir því að ástand þessara líkamshluta batnar auk þess sem mörgum finnst meltingin lagast.

Vinveittir meltingargerlar: Alltaf vinsælir enda meltingarvandamál mjög algeng. Gerlarnir hjálpa við að koma þarmaflórunni í jafnvægi en heilbrigð þarmaflóra er hornsteinn góðrar heilsu.

Magnesíum L-threonate frá Dr.Mercola: Margir kalla þetta kraftaverkamagnesíum en fólk finnur oft ótrúlegan mun á verkjum og bólgum auk þess sem flestir sofa betur af því.

D-vítamín: Sérstaklega vinsælt á þessum árstíma og eftir að fólk varð upplýst um mikilvægi D-vítamíns og hvað okkur hér á norðurhveli skortir hefur það verið ein af mest seldu vörunum hjá Mamma veit best.

Opnunartími
Mán. til fös. frá 10:00 – 18:00 og laug. frá kl 12:00 – 18:00

Heimilisfang
Laufbrekku 30, Dalbrekku megin
200 Kópavogur

www.mammaveitbest.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“