fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Hvaða æfingar er best að gera til að léttast? Vísindamaður kemur með svarið

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 4. janúar 2016 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sá tími ársins að fólk flykkist í ræktina til að losna við aukakílóin sem safnast hafa upp á undanförnum mánuðum. En hvað er best að gera í ræktinni til að léttast? Matthew Haines er þjálfunar- og lífeðlisfræðingur við háskólann í Huddersfield. Hann deildi með lesendum vefritsins The Conversation hvaða þjálfunaraðferðir eru líklegastar til að skila árangri til lengri tíma.

Hvað er best að gera?

Matthew segir að endalaust sé hægt að rökræða um kosti lyftingaræfinga fram yfir þolæfingar – og öfugt – en hvort tveggja hafi sína kosti og galla. Hann bendir á í grein sinni að þolæfingar, á borð við hjólreiðar og hlaup, brenni ef til vill fleiri hitaeiningum á meðan þær eru stundaðar en lyftingar auki brennslu líkamans svo dögum, jafnvel vikum, skiptir. Þá segir hann að stuttar æfingar, undir mjög miklu álagi, auki brennslu líkamans og brenni líkamsfitu. Hér er til dæmis átt við æfingar á hlaupabretti, eða úti þegar færð leyfir, þar sem teknir eru stuttir sprettir og hvílt á milli.

Grunnefnaskiptin aukast mikið við að lyfta

„Augljósa valið þegar kemur að því að léttast er þolþjálfun undir meðalmiklu álagi í langan tíma. Ástæðan er mjög einföld. Þess háttar æfingar krefjast meiri orku en til dæmis lyftingaræfingar. Sumir benda á að lyftingaræfingar séu mikilvægar þar sem þær auka grunnefnaskipti (brennslu) líkamans. Ein slík æfing getur hraðað grunnefnaskiptum í allt að 48 klukkutíma eftir æfingu,“ segir hann og bendir réttilega á kosti þess að stunda lyftingar.

Einblíndu á það sem þér finnst gaman

Hann bendir á að aðrar æfingar, til dæmis æfingar undir miklu álagi í skamman tíma, séu einnig góður kostur fyrir þá sem vilja léttast. „Þessar æfingar eru góðar fyrir þá sem eru í tímaþröng og rannsóknir hafa einnig sýnt að slíkar æfingar ýta undir fitubrennslu. Sumum finnast þessar æfingar of ákafar,“ segir hann.

En hvaða æfingar er best að gera? Að sögn Matthews eru bestu æfingarnar þær sem þú munt nenna að stunda, hvort sem það eru lyftingar eða þolþjálfun. „Til lengri tíma mun fólk ekki stunda æfingar sem það hefur ekki ánægju af að stunda. Líklega er best að blanda þessum æfingum saman, þannig færðu notið kosta þeirra allra.“

Ekki einblína á þyngdartapið

Matthew bendir, eðli málsins samkvæmt, einnig á að rétt mataræði sé lykillinn að þyngdartapi. Það þýðir lítið að gúffa í sig sykurhúðuðum kræsingum á sama tíma og markmiðið er að brenna fitu. Matthew bendir á í lok greinarinnar að ekki sé rétt að einblína aðeins á þyngdartap þegar fólk kemur sér af stað í ræktinni þar sem hreyfing hefur svo fjölmargra aðra jákvæða eiginleika en einhver góð tala á baðvigtinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi