Helgarmatseðillinn að þessu sinni er ketóvænn lúxus seðill sem á eftir að slá í gegn. Kolbrún Ýr Árnadóttir á heiðurinn að helgarmatseðlinum sem er sannkallaður lúxus matseðill fyrir þá sem aðhyllast ketó mataræðið en Kolbrún er einmitt manneskjan bak við Ketó þjálfun. Kolbrún er ástríðukokkur af líf og sál og nýtur sín í eldhúsinu að galdra fram kræsingar fyrir sig og sína.
„Mér þykir fátt skemmtilegra en að bjóða fólkinu mínu heim í mat og drykk. Ég fékk í áhuga á matargerð þegar við systur rákum veitingastaðinn Thorvaldsen. Þar var ég mikið með puttana í eldhúsinu og byrjaði að spreyta mig í matargerð og matseðlagerð og það voru nú nokkrir réttir eftir mig á matseðlunum þar. Þegar ég byrjaði að prufa mig áfram í átt að nýjum lífsstíl fór ég að skoða lágkolvetna- og ketóuppskriftir og heillaðist algjörlega að þessari matargerð og lífsstíllinn á vel við mig,“ segir Kolbrún.
„Það er svo gaman að því að við getum í raun eldað allt það sama fyrir alla fjölskyldu og vini og svo bætir maður bara við smá kolvetnum fyrir þá sem ekki eru á ketó eða lágkolvetna fæði því að í grunninn erum við öll að borða ketó og/eða lágkolvetna án þess að vita það.
Því meira sem ég skoðaði þetta fæði því meira fannst mér vanta á íslenskan markað uppskriftir fyrir þá sem aðhyllast ketó og lágkolvetna fæði. Mér fannst vanta að ég gæti fengið uppskriftir á íslensku og tilbúið matarplan með íslenskum hráefnum. Því að þegar við erum að hefja nýjan lífsstíl þá erum við stundum dálítið týnd og vitum ekki alveg hvernig við eigum að setja máltíðina saman og þá er snilldarlausn að fá stykki tilbúið matarprógram upp í hendurnar.“
Stofnaði Ketó þjálfun
Kolbrún tók því til sinna ráða og stofnaði Ketó þjálfun. „Í byrjun desember 2018 byrjaði ég með Ketó þjálfun og þessari nýjung var heldur betur vel tekið og margir sem einmitt nefndu að það var svo gott að fá uppskriftir með íslenskum hráefnum. Í þessu prógrammi hannaði ég fjórar útgáfur að matseðlum, fyrir 4, 8, og 12 vikur og síða 4 vikur 16:8, innifalið í hverjum matseðli eru uppskriftir að morgunverði, hádegisverði, millimáli, kvöldverði og svo uppskriftir að öllum réttunum. Þegar viðskiptavinurinn er búinn að versla matarplan þá færðu sendan tölvupóst með matarplaninu og uppskriftum, og þetta átt þú alltaf.
Kolbrún er ávallt með marga bolta á lofti og það er aldrei lognmolla kringum hana. „Dagsdaglega þá starfa ég við innflutning hjá Agli Árnasyni þar sem þú færð gæða gólfefni, flísar og hurðar. Einnig rek ég RVK Living, sem er lítil netverslun og þar sel ég vörur sem ég hand vel inn. Í mér býr smá frumkvöðull og ég er alltaf að hanna eitthvað í huganum. Nú þegar hefur eitt vörumerki litið dagsins ljós og það heitir RÓ. RÓ línan inniheldur þyngdarteppi bæði fyrir börn og fullorðna. Ég er ávallt á hugarflugi að leit af nýjum hugmyndum fyrir líkama og sál.“
Hér deilir Kolbrún með okkur sínum helgarmatseðli sem er af betri gerðinni og er lúxus fyrir þá sem aðhyllast ketó.
Föstudagur – Pitsakvöld
„Föstudagskvöld eru pitsakvöld og við elskum að fá okkur ljúffengar pitsur sem gleðja bragðlaukana. Ég er líka hrifin af brauðstöngum og get notað sama deig í pitsabotninn og brauðstangirnar sem er tær snilld.“
Sjá uppskrift hér: Föstudagspitsan
Föstudagspitsan
Pitsadeig
80 g rifinn ostur (upplagt að nota afganga af brauðostinum)
50 g möndlumjöl
1 msk. rjómaostur
1 egg
Byrjið á því að hræra möndlumjöl og egg saman. Bræðið ostana saman við vægan hita á non stick pönnu eða örbylgjuofni. Blandið svo ostablöndunni saman við möndlumjölið og hrærið vel saman. Ég fer í einnota plasthanska og blanda saman með höndunum, tekur enga stund. Gott að láta deigið standa í 5-10 mínútur. Setjið deig kúluna á milli tveggja arka af bökunarpappír, fletji út með höndunum eða kökukefli. Mér finnst auðveldara að nota hendurnar. Bakið við 180-200°C hita í um það bil 8-10 mínútur, gott er að gata deigið með gaffli annars geta myndast stórar loftbólur í deigið.
Álegg – magn eftir smekk
Rjómaostur með karamelluseruðum lauk
Grænt pestó (mitt uppáhalds er frá Sóma og Önnu Mörtu)
Klettasalat
Parmaskinka
Ferskur rifinn parmesan ostur
Sjá uppskrift hér: Ketó brauðstangir
Ketó rauðstangir með osti
Pitsa- og brauðstangadeig
80 g rifinn ostur (upplagt að nota afganga af brauðostinum)
50 g möndlumjöl
1 msk. rjómaostur
1 egg
Byrjið á því að hræra möndlumjöl og egg saman. Bræðið ostana saman við vægan hita á non stick pönnu eða örbylgjuofni. Blandið síðan ostablöndunni saman við möndlumjölið og hrærið eða blandið vel saman. Ég fer í einnota plasthanska og blanda saman með höndunum, tekur stutta stund. Setjið deig kúluna á milli tveggja arka af bökunarpappír og fletjið út með höndunum eða kökukefli. Mér finnst auðveldara að nota hendurnar.
Bakið við 180-200°C hita í um það bil 8-10 mínútur, gott er að gata deigið með gaffli annars geta myndast stórar loftbólur í deigið. Þegar þið takið stangirnar út er vert að smyrja bakaða botninn með brauðstangaolíu frá IKEA og skera í stangir, strimla, lengjur
Laugardagur – Geitarosta rauðrófubretti, Pulled Pork borgari og karamellukaka
„Söngvakeppnin verður á laugardagskvöldið og þá er tilvalið að bjóða heim í mat. Það er lag að byrja með skemmtilegu platta með góðum rétti, síðan ómótstæðilegum pulled pork borgara og enda á girnilegri karamelluköku.“
Sjá uppskrift hér: Geitarosta rauðrófubretti
Sjá uppskrift hér: Pulled Pork borgari
Karamellukaka
3 egg
2 bollar möndlumjöl
½ bolli sykurlaus sykur
1 tsk. kakó
1 tsk. kanill
½ tsk lyftiduft
½ tsk. matarsódi
1-2 klípur salt, ég nota maldon salt
¼ bolli / 50 g bráðið smjör
¼ bolli / 50 g rjómi
2 tsk. vanilludropar
Öll þurrefni sett saman í skál, síðan brædda smjörinu bætt við. Blandið saman aðra skál eggjum, rjóma og vanilludropum. Blandið síðan öllu vel saman í hrærivél á miðlungshraða í um það bil 2-4 mínútur, því lengur sem hrært er því léttari verður kakan. Bakið við 180°C heiti í um það bil 30-40 mínútur.
Toffi lakkríshjúpur
1 poki af Toffee licorice caramel
1 dl rjómi
Bræðið í potti við vægan hita, leyfið aðeins að kólna áður en karamellukremið er sett á kökuna. Það er auðveldara að setja karamellukremið á kökuna ef hún er aðeins búin að kólna.
Sunnudagur – Ljúffengt steikarsalat eða guðdómleg önd á vöfflu
„Sunnudagskvöld eru dekur kvöld og þá má dekra við sig og sína í mat og drykk. Ljúffengt steikarsalat eða önd á vöfflu eru sælkerakræsingar sem vert er að njóta á góðu sunnudagskvöldi og klára helgina.“
Sjá uppskrift hér: Ljúffengt steikarsalat
„Eða fá sér guðdómlega góða önd.“
Sjá uppskrift hér: Önd á vöfflu
Fyrir 6 mann
Vaffla frá Keto Kompaníið (skera 1 vöfflu í þrennt)
Andakjöt
2 andabringur (500 g) eða andarlæri í dós
Byrjið á því að setja andabringurnar eða andalærin í ofnpott. Vatn upp að hálfri bringu.
Kryddið til með:
Salt og pipar eftir smekk
1 tsk. engifer krydd
3 hvítlauks geirar pressaðir
½ dl sojasósa glútenlaus eða tamari sósa
1 msk. sykurlaust síróp
1 msk. sesamolía
Bakið í ofni 120°C hita í 3 klukkustundir (gott að elda kvöldinu áður, til að flýta fyrir)
Leyfið kólna og skera svo í litla bita.
Sjá uppskrift hér: Pikklaður rauðlaukur
Samsetning
Byrjið á því að smyrja vöffluna með rjómaosti með karamelluseruðum lauk frá MS
Klettasalat (vera búin að velta því upp úr olíu, salti og smá pipar)
Andarkjöt í bitum
Ferskur rifinn parmesanostur
Pikklaður rauðlaukur
Svo er upplagt að bjóða upp á karamellukökuna frá kvöldinu áður í eftirrétt ef hún hefur ekki klárast.