fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
HelgarmatseðillMatur

Helga Gabríela á heiðurinn að helgarmatseðlinum sem á eftir að kitla bragðlaukana

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2023 14:00

Helga Gabríela er annálaður matgæðingur og elskar að dunda sér í eldhúsinu hvort sem það er í bakstri eða matargerð. Hún á heiðurinn að helgarmatseðlinum að þessu sinni. DV/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Gabríela Sigurðardóttir matreiðslumaður og matgæðingur á heiðurinn að þessum unaðslega helgarmatseðli sem á eftir að kitla bragðlaukana. Helga Gabríela nýtur þess að dunda sér í eldhúsinu og allra best finnst henni að njóta góðs matar í faðmi fjölskyldunnar í huggulegheitum.

„Ég á yndislegan mann, Frosta Logason og saman eigum við tvo stráka og ég nýt þess að vera með strákunum mínum. Sérstaklega þegar við njótum þess að borða saman og eiga huggulegar stundir við matarborðið.

Helga Gabríela starfar hjá Brauð & Co í vöruþróun á mat. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtileg vinna enda algjörlega inn á mínu helsta áhugasviði. Alla tíð hef ég haft gaman að því að stússast í eldhúsinu, hvort sem það er að elda eða baka. Mér hefur alltaf þótt gaman að fá fólk í mat og hef sérstaka unun af því að prófa nýjar uppskriftir og koma fólki á óvart. Stundum er sagt að besta leiðin að hjartanu sé í gegnum munninn og ég get fyllilega tekið undir það.“

Hér sviptum við hulunni af helgamatseðlinum hennar Helgu Gabríelu sem er hinn girnilegasti og á eftir að kitla bragðlaukana um helgina.

Föstudagur – Pitsakvöld fjölskyldunnar

„Á föstudögum þykir okkur fjölskyldunni voða næs að útbúa heimagerðar pítsur.

Það er brjálæðislega einfalt og slær alltaf í gegn.“

„En til að baka góða súrdeigspítsu þarf vandað súrdeig, gott hráefni og sjóðheitan pítsastein. Ef ykkur langar að prufa nýja og skemmtilega pítsa-samsetningu þá mæli ég með Brauð & Co pítsadeigi sem er lífrænt og 100% súrdeig. Í sósuna er upplagt að nota San Marzano plómutómata og sjávarsalt til að bragðbæta. Pítsan er síðan toppuð með mozzarella, grænum ólífum, kirsuberjatómötum, döðlum, smá truffluolía og saltaðri sítrónu (fæst í t.d. Í Hyalin á Hverfisgötunni sem er frönsk sælkeraverslun). Samsetning sem kemur skemmtilega á óvart.“

Laugardagur – Kjúklingaréttur með sítrónu og basil

„Á laugardegi væri svo upplagt að elda þennan dásemdar sítrónu og basil kjúklingarétt. En hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni.“

Sjá uppskrift hér: Kjúklingaréttur með sítrónu og basil

Ómótstæðilegur kjúklingaréttur afa

Kjúklingur (leggir og læri)

1-2 stk. sítrónur

Handfylli af ferskri basilíku

Góð ólífuolía

Hvítlauksrif fyrir hvern kjúklingabita

Salt og pipar eftir smekk

Lykilatriði í þessum rétti er að nota góð hráefni og láta kjúklinginn standa við stofuhita í klukkustund áður en hann er eldaður. Þá verður hann bæði lungamjúkur og safaríkur. Það fyrsta sem ég geri er að nudda kjúklinginn upp úr góðri ólífuolíu og krydda vel með ferskum pipar og smá Maldon-salti. Í lokin sting ég hvítlauksrifi inn í eða undir hvern bita.

Grillið kjúklinginn við 200°C í ofni í um 25 mínútur, eða þar til hann er gylltur og stökkur. Setjið þá sítrónusneiðar og basilíku yfir kjúklinginn. Ég nota basilíku frá Vaxa, hún geymist vel í ísskáp og bragðast dásamlega. Í lokin er gott að hella örlitlu af olíu yfir til að koma í veg fyrir að sítrónan og basilíkan þorni upp. Setjið kjúklinginn aftur í ofninn og grillið í fimm til tíu  mínútur. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er tilvalið að nota ólífuolíuna og gúmmulaðið úr ofnbakkanum til að „drissla“ kjúklinginn. Sumum finnst gott að setja soðið yfir tagliatelle. Það er gott að bera réttinn fram með gufusoðnum gulrótum og spergilkáli.

Sunnudagur – Spæsí kjúklingavængir

„Á sunnudegi er svo ekkert annað í stöðunni en að elda spæsí kjúklingavængi fyrir ofurskálina og bera þá fram með kaldri gráðostasósu og stökku sellerí. Með þessu væri líka hægt að útbúa gott svartbauna nachos og opna einn ískaldan.“

Sjá uppskrift hér: https://www.dv.is/matur/2019/01/17/guddomlegir-kjuklingavaengir-sem-enginn-stenst/

Hér er uppskrift að stökkum og bragðmiklum kjúklingavængjum sem erfitt er að standast. Tilvalið snarl um helgina, eða bara hvenær sem er.

Guðdómlegir kjúklingavængir

900 g kjúklingavængir

2 msk. ólífuolía

salt og pipar

1 tsk. hvítlaukskrydd

¼ bolli hot sauce

4 msk. smjör

2 msk. hunang

Ranch-sósa, til að bera fram með

niðurskornar gulrætur, til að bera fram með

niðurskorið sellerí, til að bera fram með

Hitið ofninn í 200°C hita. Setjið vængina í stóra skál og blandið olíu saman við. Blandið vel og kryddið með salti, pipar og hvítlaukskryddi. Raðið vængjunum á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 50 til 60 mínútur, eða þar til skinnið er orðið stökkt. Gott er að snúa vængjunum þegar að tíminn er hálfnaður. Blandið hot sauce og hunangi saman í litlum potti. Náið upp suðu og blandið síðan smjöri út í sósuna. Látið malla í um tvær mínútur. Setjið elduðu vængina aftur í skálina og blandið hunangssósunni við. Stillið á grill stillingu í ofninum og grillið vængina í um þrjár mínútur. Berið fram með Ranch-sósu og grænmeti.

Sjá uppskrift hér: https://www.frettabladid.is/lifid/girnilegir-rettir-me-svortum-baunum/

Bragðmikið svartbauna-nachos

1 tsk. ólífuolía

1 laukur

1 dós svartar baunir

½ dós saxaðir niðursoðnir tómatar

½ tsk. chipotle-krydd

½ tsk. kúmen

¼ tsk. hvítlaukskrydd

¼ tsk. salt

1 poki saltaðar tortilla-flögur

½ bolli af rifnum osti

1 tómatur

1 jalapeno

⅓ bolli af sýrðum lauk

Handfylli af kóríander

¼ bolli af sýrðum rjóma

Skerið laukinn smátt. Setjið ólífuolíuna og laukinn á pönnu og steikið á meðalhita þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Þurrkið baunirnar og bætið þeim út á pönnuna ásamt niðursoðnum tómötunum, chipotle-kryddi, kúmeni, hvítlaukskryddi og salti. Blandið saman í 10 mínútur. Hitið ofninn á 180°C hita. Skerið tómatinn, jalapeno og kóríander smátt. Dreifið flögunum á bökunarpappír og reynið að láta þær ekki vera ofan á hver annarri. Dreifið helmingnum af svartbaunablöndunni yfir flögurnar ásamt osti. Setjið svo aftur lag af flögum og endurtakið. Bakið í ofni í fimm til sjö mínútur eða þangað til osturinn er bráðnaður. Takið úr ofninum og slettið sýrðum rjóma yfir ásamt tómötum, jalapeno, sýrðum lauk og kóríander.

Góða helgi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb