fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
HelgarmatseðillMatur

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 4. nóvember 2022 14:00

Safa Jemai á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni þar kryddin eru í forgunni með sælkeraréttum sem koma bragðlauknum á flug. MYND/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Safa Jemai á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni þar sem kryddin og brögðin frá að leika sér við bragðlaukana. Safa er mikill ástríðukokkur sem hefur unað af því að elda úr íslensku hráefni og toppað það með kryddum frá Túnis.

Safa er hugbúnaðarverkfræðingur frá Túnis sem lætur verkin sannarlega tala en meðfram framkvæmdastjórastöðu í hugbúnaðageiranum stofnaði hún fyrirtækið Mabrúka í kringum heimagerð krydd frá heimalandi sínu. Heimagerður kryddin hefur móðir hennar verið að gera og Safa veit ekkert dásamlegra en að geta fundið bragðið af kryddunum frá Túnis á matnum hér á Íslandi.

Safa Jemai vissi það strax í barnæsku að hún vildi fara óhefðbundnar leiðir í lífinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún að afrekað ótrúlega margt og er hvergi nærri hætt. Safa er fædd í Túnis, nyrsta landi Afríku. Hún hefur allt frá barnsaldri verið metnaðarfullur námsmaður, haft gaman af náminu og sett sér markmið um góðan námsárangur. Eftir að hún kom fyrst til Íslands vissi hún að hér vildi hún vera. Þessa dagana blómstrar fyrirtækið hennar Mabrúka og annasamur tími er framundan enda styttist óðum í jólahátíðina, sem líka má kalla hina sannkölluðu veislumatarhátíð þar sem sælkerar leika við hvern sinn fingur í matargerðinni.

Fjölmargir viðburðir framundan næstu vikur

„Við erum að undirbúa fyrir fjölbreytta viðburði þessa dagana. Við ætlum meðal annars að taka þátt í Stóreldhús sýningunni sem verður haldin 10. og 11.nóvember næstkomandi og erum rosalega spennt til að hitta kokkana þar og fleiri fyrirtæki í matargeiranum. Síðan erum við líka að undirbúa okkur fyrir jólamarkaðinn á Garðatorgi með sælkeraversluninni Me & MU sem haldinn verður þann 26.nóvember næstkomandi auk þess sem við erum líka spennt til að taka þátt í Matarmarkaðinum sem er orðinn hefð í Hörpu í desember,“ segir Safa er er afar spennt fyrir komandi tímum.

Mabrúkakryddin njóta mikill vinsælda og stöðunum sem þau fást hafa verið að fjölga. „Við erum rosalega ánægð að komast inni í Hagkaup, nú fást kryddin okkar í Hagkaup Smáralind, Kringlunni, Skeifunni og Garðabæ. Síðan er von á nýju kryddi frá okkur sem ber heitið Jólakrydd.

Matarástríða Söfu er svo sannarlega til staðar og hún hefur gaman að því að elda heima í bland við að fara út að borða enda finnst henni vera mikið framboð af góðum veitingastöðum á Íslandi. „Mér finnst ávallt svo gaman að elda heima með kærastanum mínum þar sem við erum svo dugleg að nota kryddin Mabrúka til að elda  til íslenskan mat eins og kjöt- og grænmetisrétti. Svo hef ég líka ástríðu fyrir því að elda túniskan mat úr íslensku hráefni, svo skemmtileg brögð og áferð.“

Safa er búin að setja saman helgarmatseðilinn sinn og býður upp á fjölbreyttan og bragðmikinn mat þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín.

Föstudagur – Ljúffengur New Orleans Hood kjúklingur sem rífur í

„Ég er ótrúlega spennt fyrir þessari samsetningu, kjúklinginn borinn fram á vöfflu og svo er líka svo skemmtileg kryddin sem fylgja þessari uppskrift.“

Ljúffengur New Orleans Hood kjúklingur að hætti Geira

Laugardagur – Lambarifjur,mintukúskús og apríkósu-lauksulta toppað með kirsuberjatómötum

„Við Viktor vinur minn gerðum þessar dásamlegu lambarifjur í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í vor og þar eru kryddin mín frá Túnis í forgrunni. Ég elska þessa rétti og lambarifjunnar er ómótstæðilega ljúffengar.“

Girnilegar lambarifjur með mintu-kúskús og kirsuberjatómötum

Sunnudagur – Ómótstæðilega ljúffeng nauta Carpaccio

„Á sunnudagskvöldum finnst mér mjög gott að vera með einfaldan matargerð og njóta þess að slaka á, þessi réttur er svo góður og það tekur enga stund að framreiða nauta carpaccio.

Nauta Carpaccio

Þunnt skorið nautakjöt ( kaupi tilbúið frosið í Bónus algjör snilld)

svartur pipar eftir smekk

ólífu olía extra virgin

parmesan ostur

klettasalat

sítrónur

Takið carpaccio nautakjötið úr frystinum og leggið á diska sem þið munið bera forréttinn fram á. Kjötið þiðnar á innan við klukkustund. Kryddið með svörtum pipar úr kvörn, dreifið smá ólífuolíu yfir og rífið niður parmesan osti yfir nautakjötið. Toppið með góðri lúku af klettasalati og leggið sítrónu bát ofan á. Þegar rétturinn er borinn á borð taka gestir sítrónu bátinn og kreista yfir allt nautakjötið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram