fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
HelgarmatseðillMatur

Gulli Arnar býður upp á sinn uppáhalds sælkera helgarmatseðil

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 7. október 2022 15:30

Gulli Arnar bakarí og konditori á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni sem þið eigið eftir að elska. DV/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og „pastrychef“, sem ávallt er kallaður Gulli Arnar, á heiðurinn af helgarmatseðli DV að þessu sinni þar sem hans uppáhalds réttir fá að njóta sín. Gulli Arnar hefur unnið hug og hjörtu sælkera landsins með sínum guðdómlegu og fallegu eftirréttum, ljúffengu bakkelsi og súrdeigsbrauðum ásamt fleiri syndsamlega góðum kræsingum síðan hann opnaði bakaríið sitt og veisluþjónustu Gulla Arnars í Hafnarfirðinum, við Flatahraun 31.

Bleikir eftirréttir og bakkelsi í október

„Það er nóg um að vera í bakaríinu um þessar mundir enda er haustið gengið í garð og allt komið í sína hefðbundnu rútínu aftur eftir sumarið. Það sem stendur hæst hjá okkur núna í október er að þjónusta einstaklinga og fyrirtæki með Pretzel (saltkringlur) í tengslum við Octoberfest. Jólaundirbúningur er handan við hornið og erum við nú þegar byrjuð að framleiða og selja jólasörurnar. Við erum mjög bjartsýn og full tilhlökkunar fyrir tímabilinu sem er framundan. Hápunktur október mánaðar er þó að sjálfsögðu bleiki dagurinn þar sem við verðum með bleika eftirrétti, makkarónur, tertur og bakkelsi í boði og getum vonandi með hjálp okkar tryggu viðskiptavina styrkt Bleiku slaufuna rausnarlega líkt og við gerðum í fyrra,“ segir Gulli fullur tilhlökkunar.

„Hvað varðar mig persónulega þá eru vinnudagarnir langir og krefjandi og samhliða því erum við Kristel, sambýliskona mín, rétt að koma okkur fyrir eftir að hafa staðið í flutningum núna undir lok sumars. Það hefur því lítið verið um eldamennsku heima fyrir undanfarið en við erum mjög dugleg að bjóða okkur sjálf í mat til vina og fjölskyldu. Við erum svo heppin að systkini Kristelar og foreldrar hennar búa öll í nánast sömu götu og við, svo það var stutt að rölta í mat á meðan við vorum að koma okkur fyrir í nýju húsnæði.“

„Ég ákvað þó að taka saman helgarmatseðil eins og ég mun væntanlega hafa hann þegar aðstæður leyfa,“ segir Gulli og brosir.

Föstudagur – Heimabökuð pitsa er best

„Æskuminningar hjá mér eru að það hafi verið heimabökuð pitsa á föstudögum. Heimabakaðar pitsur hafa tekið stökkbreytingu á undanförnum árum með tilkomu pitsaofna sem bráðum verða staðalbúnaður heimila ásamt sí auknum metnaði landsmanna í súrdeigspitsugerð. Að gera góða súrdeigsbotna og eiga fullt til af fjölbreyttu áleggi þar sem hver fjölskyldumeðlimur eða gestur getur gert sína eigin pitsu er mjög skemmtilegt. Þetta er fullkomin leið til að eyða föstudagskvöldi í góðra vina hópi.“

Laugardagur – Ljúffengur New Orleans Hood kjúklingur

„Á laugardögum finnst mér gott að hafa eitthvað létt og fljótlegt í matinn enda eru helgarnar hápunktur vinnuvikunnar og er maður því oft kominn seint heim og farinn snemma á þeim dögum. Kjúklingur er einn af mínu uppáhalds og hvað þá djúpsteiktur. Ég hef reglulega boðið upp á djúpsteiktan kjúkling með fjölbreyttu meðlæti í gegnum tíðina. Hér er uppskrift af djúpsteiktum kjúkling sem gott er að styðjast við. Ég fæ mér þó alltaf læri þegar ég fæ mér kjúkling og finnst mér því frábært að geta keypt úrbeinuð kjúklingalæri út í búð því þau eru mjög góð fyrir djúpsteikingu:

Ljúffengur New Orleans Hood kjúklingur

New Orleans Hood kjúklingur 

Sunnudagur –  Ekta sunnudagsmatur

„Sunnudagar eru uppáhalds dagar vikunnar hjá mér en þeir eru hálfgerðir föstudagar fyrir mér þar sem bakaríið er alltaf lokað á mánudögum. Á sunnudags eftirmiðdögum og kvöldum get ég því leyft mér að eyða góðum tíma í eldhúsinu án þess að þurfa að hafa hugann við vinnuna. Mér finnst fátt betra en nautasteikur og hér er uppskrift af fullkomnum sunnudags kvöldmat frá Berglindi hjá Gotterí og gersemar.

Hinn fullkominn sunnudagsmatur – Nautasteik með kartöflum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna