fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Sigrún Stefanía ráðin forstöðumaður þjálfunar hjá Icelandair

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. júní 2018 14:28

Sigrún Stefanía

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Stefanía Kolsöe hefur verið ráðin forstöðumaður þjálfunar hjá Icelandair. Um er að ræða nýtt starf sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga á rekstrarsviði félagsins þegar þrjár þjálfunardeildir, flugrekstrartengd þjálfun, tækniþjálfun og þjálfun í flugafgreiðslu, voru sameinaðar og skipulag þjálfunar endurskoðað. Í tilkynningu frá Icelandair segir:

„Sigrún Stefanía hóf störf hjá Flugleiðum innanlands sem sumarstarfsmaður í innritun 1987. Árið 1994 var hún ráðin til fyrirtækisins sem flugfreyja og samhliða því frá árinu 1998 starfaði hún sem kennari í þjálfunardeild Icelandair þar sem hún sá um og kenndi flugfreyjum og flugþjónum á nýliða- og upprifjunarnámskeiðum bæði hérlendis og erlendis í leiguverkefnum. Undanfarin 13 ár hefur hún gegnt starfi yfirkennara flugfreyja og flugþjóna og hefur ásamt fleirum byggt upp verklega þjálfunaraðstöðu Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben