Sigrún Stefanía Kolsöe hefur verið ráðin forstöðumaður þjálfunar hjá Icelandair. Um er að ræða nýtt starf sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga á rekstrarsviði félagsins þegar þrjár þjálfunardeildir, flugrekstrartengd þjálfun, tækniþjálfun og þjálfun í flugafgreiðslu, voru sameinaðar og skipulag þjálfunar endurskoðað. Í tilkynningu frá Icelandair segir:
„Sigrún Stefanía hóf störf hjá Flugleiðum innanlands sem sumarstarfsmaður í innritun 1987. Árið 1994 var hún ráðin til fyrirtækisins sem flugfreyja og samhliða því frá árinu 1998 starfaði hún sem kennari í þjálfunardeild Icelandair þar sem hún sá um og kenndi flugfreyjum og flugþjónum á nýliða- og upprifjunarnámskeiðum bæði hérlendis og erlendis í leiguverkefnum. Undanfarin 13 ár hefur hún gegnt starfi yfirkennara flugfreyja og flugþjóna og hefur ásamt fleirum byggt upp verklega þjálfunaraðstöðu Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði.“