fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025

Kæru sveitarfélög – lóðir óskast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að byggja sjálfur sitt eigið hús er draumur sem hefur orðið æ fjarlægari fyrir marga eftir því sem aðgengi að lóðum hefur minnkað og kröfur til húsnæðis hafa aukist.

Ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar.

Þessu vildi hollenski stjórnmálamaðurinn Adri Duivesteijn breyta. Kjarninn í hans hugmyndafræði var að íbúarnir sjálfir ættu að fá aftur valdið til sín og fjárfestar og verktakar hefðu alltof lengi setið einir að framleiðslu á íbúðarhúsnæði. Árangurinn má sjá í Almere Poort í Hollandi þar sem 250 hekturum af landi í eigu sveitarfélagsins var breytt í lóðir fyrir fólk til að byggja sjálft.

Lóðirnar voru seldar á mismunandi verði eftir tekjum fólks. Tekjulægra fólk gat keypt lóð fyrir 2,6 m.kr. og valið svo úr nokkrum tegundum af forsmíðuðum húsum. Jafnframt voru í boði lóðir fyrir fólk með hærri tekjur sem og lóðir fyrir fjölbýlishús.

Markmiðið er að á endanum rísi í Almere Poort 3.500 hús sem fólk hefur byggt sjálft eða með aðstoð iðnaðarmanna og arkitekta. Litlar sem engar kröfur eru gerðar til húsanna, þéttleikinn er ýmist mikill eða lítill og sveitarfélagið fer ekki í lokafrágang á vegum og grænum svæðum fyrr en búið er að byggja öll hús í hverjum einstökum hluta. Í grunninn er þetta ekki flókið – og við þekkjum til sambærilegra dæma í íslenskri húsasögu á borð við Smáíbúðahverfið og Grafarvoginn. Sama aðferðarfræði var notuð í Almere Poort. Sveitarfélagið skipulagði einfaldlega land sem það átti með fjölbreyttum valkostum, litlar lóðir og stórar, litlar íbúðir og stórar íbúðir, einbýlishús og fjölbýlishús, íbúðar- og atvinnuhúsnæði eða jafnvel blöndu af hvoru tveggja.

Og bauð það til sölu.

Engar niðurgreiðslur, engar sérstakar kvaðir um húsagerð eða flóknar reglur. Bara hundruð lóða til sölu hjá sveitarfélaginu þar sem væntanlegur íbúi mætir í sérstakar ‘Landverslanir’, velur lóð, greiðir fyrir og fer svo og byggir sitt hús, sjálfur eða í samstarfi við góðan arkitekt og iðnaðarmenn.

Á vefsíðu sveitarfélagsins Almere – Ik bouw mijn huis in Almere – er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að byggja draumahúsið sitt.

Gæti þetta verið næsta skref í húsnæðismálum okkar?

Það eru ákveðin teikn á lofti um að svo gæti orðið. Hugsanlega. Sveitarfélagið Garðabær auglýsti fyrir stuttu eftir hugmyndum um skipulag hverfis fyrir ungt fólk og Hafnarfjörður hefur verið að endurskoða skipulagsmál sín. Tvö hundruð manns mættu á fund um byggingu smáhúsa á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðherra hefur þegar tekið stórt skref til að liðka fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis og boðað frekari breytingar.

Í anda Adri Duivesteijn. Þar sem fólk tekur líf sitt í eigin hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford orðaður við félag í frönsku deildinni

Rashford orðaður við félag í frönsku deildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sannfærður um að Salah sé ekki á förum frá Liverpool

Sannfærður um að Salah sé ekki á förum frá Liverpool
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Benoný fékk sénsinn gegn úrvalsdeildarfélagi

Benoný fékk sénsinn gegn úrvalsdeildarfélagi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham í basli með liði í fimmtu deild

Tottenham í basli með liði í fimmtu deild
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoraði sitt fyrsta mark í 392 daga – Fékk að taka vítaspyrnu

Skoraði sitt fyrsta mark í 392 daga – Fékk að taka vítaspyrnu