fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024

Bisnessmaður gengur aftur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. mars 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn skattstjóra bönkuðu fyrir nokkru upp á hjá rekstraraðila sem hafði ekki skilað neinum opinberum gjöldum vegna starfseminnar í þá átta mánuði sem liðnir voru frá stofnun félagsins. Eigandinn brást vel við athugasemdum skattstjóra og skilaði upplýsingum um launagreiðslur, auk þess að gera greiðsluáætlun fyrir tollstjóra. Nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að hann hafði ekki staðið við gerða samninga og hafði hvorki staðið skil á sköttum eða gjöldum, jafnt virðisaukaskatti sem launatengdum gjöldum. Um var að ræða tugi milljóna króna. Á sama tíma setti hann félagið í þrot og stofnaði nýtt. Bisnessmaðurinn var kominn með hvítþvegna kennitölu og gat byrjað með hreint borð – skuldirnar voru skildar eftir í gamla félaginu. Hann var genginn aftur.

Skattyfirvöld gátu ekkert aðhafst, þrátt fyrir að hafa haft allar upplýsingar um framgöngu viðkomandi aðila. Þau gátu ekki annað en heimilað honum að skrá nýja félagið á virðisaukaskattskrá og launagreiðendaskrá. Hringekjan var aftur farin af stað.

Misnotkun eigenda

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir þessa litlu sögu í leiðara Tíundar, tímarits skattstjóra. Hún er ekkert einsdæmi. Svona tilvik eiga sér stað nánast dag hvern og langflest okkar þekkjum dæmi um svipuð mál.
Þó ekki sé til einhlít lagaleg skilgreining á því hvað felist í kennitöluflakki má telja að flestum sem koma að atvinnurekstri með einum eða öðrum hætti sé það nokkuð ljóst. Kennitöluflakk felur í sér misnotkun eigenda og stjórnenda á félagaforminu sem veitir þeim skjól vegna þeirrar takmörkuðu ábyrgðar sem eigendur bera á skuldbindingum félagsins. Þannig er skuldum vegna atvinnurekstrar safnað í eitt félag og síðan þegar félagið er komið í rekstrarleg vandræði er snarlega stofnað nýtt félag í sama atvinnurekstri með nýrri kennitölu og reksturinn færður þangað. Í gamla félaginu eru þá skildar eftir skuldbindingar sem að jafnaði fást ekki greiddar við gjaldþrotaskipti félagsins.

Mörgum finnst ekkert vera athugavert við kennitöluflakk og benda á ófullkomið lagaverk – það sem ekki beinlínis er bannað hljóti að vera löglegt. Þannig hafa fjölmiðlar oftsinnis rætt við þekkta kennitöluflakkara. Þannig sagði einn þeirra orðrétt á vefsíðu sinni sem svar við opinberri gagnrýni: „Kennitöluflakk er ekki ólöglegt. Kennitöluflakk er ekki einu sinni siðlaust.“ Þetta er ekki óalgengt viðhorf þeirra sem stunda þessa iðju.
Þá heyrast gjarnan þau viðhorf að menn verði að fá að „reka sig á“ í rekstri. Verði að fá að gera sín mistök. Verði að eiga sín bernskubrek. Það sé ekki hægt að ætlast til að allar viðskiptatilraunir takist strax. Hvað verði eiginlega um nýsköpun og öll litlu sprotafyrirtækin með hertari reglum?

80 þúsund milljónir

Ríkisskattstjóri hefur áætlað að undanskot frá sköttum geti numið allt að 80 þúsund milljónum króna á ári. Það er kostnaður við nýjan Landspítala. Kennitöluflakk þýðir að margir sitja eftir með sárt ennið. Ríkið fær ekki greidda skatta og gjöld, birgjar fá ekki útistandandi kröfur greiddar, einstaklingar fá ekki laun greidd. Þá skekkist samkeppnisstaða fyrirtækja þar sem kennitöluflakkarar leggja gjarnan fram lægri tilboð í verkefni í skjóli þess að þeir greiði ekki lögbundin gjöld.

Í úttekt sem ASÍ gerði á sínum tíma kom fram að um 160 einstaklingar höfðu tengst fimm gjaldþrotum eða fleiri á nokkurra ára tímabili og þrír einstaklingar 22 gjaldþrotum eða fleiri. Dæmi voru um að menn væru skráðir fyrir stjórnum fjölmargra fyrirtækja á meðan þeir sátu fangelsi. Er þetta eðlilegt?
Er ekki nóg komið? Útrýmum draugum íslensks viðskiptalífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jakob Birgis lætur gamminn geisa

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jakob Birgis lætur gamminn geisa
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Jón allt annað en sáttur við Þórdísi Kolbrúnu: „Það er til vansa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bregðast í þessu máli”

Jón allt annað en sáttur við Þórdísi Kolbrúnu: „Það er til vansa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bregðast í þessu máli”
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur í sinu – Undirmenn hans mættu með kynlífsdúkku en allt fór á versta veg

Framhjáhaldið fór eins og eldur í sinu – Undirmenn hans mættu með kynlífsdúkku en allt fór á versta veg
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Pútín segir að Rússar muni gera tilraunir með ný ofurhljóðfrá flugskeyti

Pútín segir að Rússar muni gera tilraunir með ný ofurhljóðfrá flugskeyti
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Willum gerir lækna að Framsóknarmönnum

Willum gerir lækna að Framsóknarmönnum