fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025

Biðlaun eru ekki siðlaus

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. nóvember 2016 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í DV að afloknum kosningum, birtust fráfarandi þingmenn og ráðherrar á flenniopnu með mynd og undir henni nafn og upphæð samanlagðrar biðlaunagreiðslu sem bíður viðkomandi. Framsetningin minnir á myndir af brotamönnum enda yfirbragð þessarar framsetningar greinilega til að skapa þau hughrif, að um sé að ræða vafasamar greiðslur og viðtakendur eins konar siðferðilegir brotamenn.

En mér verður á að spyrja hvort það geti verið, í fyrsta lagi að biðlaunagreiðslur séu almennt rangar og í öðru lagi að þessar biðlaunagreiðslur séu það sérstaklega.

Hef viljað styrkja biðlaunaréttinn

Sjálfur hef ég sem formaður BSRB og síðar þingmaður barist fyrir biðlaunagreiðslum sem almennum rétti launafólks. Hef ég ítrekað lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að styrkja biðlaunaréttinn en hann var afnuminn fyrir nýtt starfsfólk með lögum árið 1996 og hafði þá verið við lýði frá árinu 1954. Síðan höfum við orðið vitni að starfslokasamningum við hátekjutoppa – himinháum á almennum markaði og í sumum tilvikum einnig til forstjóra hjá hinu opinbera, sem ég myndi flokka sem ósiðlega. Á sama tíma hefur almennt launafólk sem misst hefur vinnu sína verið óbætt hjá garði. Nær væri að hafa almenna reglu sem gildi um alla. Út á það hefur minn málflutningur gengið.

Burt með ofurgreiðslur og geðþóttavald

Í greinargerð með frumvarpi mínu um biðlaun segir m.a.: „Biðlaun tíðkast í reynd á vinnumarkaði hér á landi þegar einstaklingar missa starf sitt. Einstaklingar fá nú iðulega greidd laun þegar störf þeirra eru lögð niður en nú kallast það fyrirkomulag starfslokasamningar en ekki biðlaun. Þeir eru frábrugðnir gamla biðlaunaréttinum að því leyti að nú er byggt á einhliða geðþóttavaldi launagreiðanda en ekki réttindum launamanns. Hvað starfslokasamninga áhrærir hefur orðið hin versta öfugþróun hin síðari ár. Hálaunafólk nýtur iðulega himinhárra starfslokasamninga, jafnvel þótt það hafi sjálft og að eigin frumkvæði sagt upp starfi sínu, á sama tíma og millitekju- og láglaunafólk má þakka fyrir að fá einhverjar greiðslur við starfsmissi. Það er mikið réttlætismál að breyta þessu. Það á að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma.“

Atvinnumissir að eigin frumkvæði

Minn málflutningur hefur gengið út á að tryggja þeim biðlaun sem missa vinnu án þess að vilja sjálfir hætta störfum. Hvað þá með þingmenn sem sjálfviljugir hætta? Við slíkar aðstæður finnst mér biðlaun vafasöm og jafnvel röng. Ákveði þingmaður að bjóða sig ekki fram að nýju þá er það hans ákvörðun um starfslok. Missi þingmaður hins vegar sæti sitt gildir öðru máli. Sama þykir mér gilda sé ákveðið að stytta kjörtímabil eins og nú var gert. Við slíkar aðstæður er þingmaður sviptur starfi sínu að honum forspurðum. Það átti við núna þegar geðþótta var beitt til að stytta kjörtímabilið og tel ég því eðlilegt að allir þingmenn sem við þá ákvörðun misstu starf sitt fái biðlaun fram á þann dag sem þeir ella hefðu hætt störfum.

Miðist einvörðungu við þingfararkaup

Ég tel hins vegar að endurskoða eigi ákvæði þingskaparlaga varðandi ráðherra. Ráðherra er almennt tilfallandi starf og ætti að mínu mati ekki að gefa tilefni til biðlaunaréttinda heldur eigi biðlaunin alfarið að miðast við grunnlaun þingfararkaups og eigi að setja í lög að sama gildi um þingmenn sem ekki eiga sæti á Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta gefur í skyn að eitthvað stórt sé í vændum

Arteta gefur í skyn að eitthvað stórt sé í vændum