fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025

Stofnstyrkur vegna fyrstu íbúðar

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 9. október 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfiðasti hjallinn fyrir ungt fólk sem ætlar að kaupa sína fyrstu íbúð er að kljúfa útborgunina. Þetta er ástæðan fyrir því að margt ungt fólk læsist inni á fokdýrum og ótryggum leigumarkaði. Það neyðist til að greiða leigu, sem oft er miklu hærri en mánaðarleg afborgun af húsnæðisláni og nær aldrei að safna fyrir útborgun vegna fyrstu fasteignar. Þetta er einn erfiðasti vandinn sem ungir Íslendingar glíma við. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur nú lagt fram einfalda og ódýra leið sem gefur ungu fólki forskot á fasteignamarkaði.

Forskot á fyrstu kaup

Í dag eiga allir kost á vaxtabótum uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Vaxtabæturnar geta að hámarki orðið 600 þúsund fyrir hjón eða fólk í sambúð, 500 þúsund fyrir einstætt foreldri, og 400 þúsund fyrir einstakling. Tillaga Samfylkingarinnar felst í því að gefa fólki kost á því að fá vaxtabætur fyrstu fimm áranna greiddar út fyrirfram. Þessi leið felur í sér að ungt par, eða hjón, fengju stofnstyrk sem nemur þremur milljónum. Einstætt foreldri fengi 2,5 milljónir og einstaklingur tvær milljónir.

Snjöll og einföld leið

Leiðin er einföld: Menn leggja fram þinglýstan kaupsamning, og vottorð frá sýslumanni um að þeir eigi ekki íbúð. Styrkurinn er í kjölfarið greiddur upp í útborgun vegna fasteignarinnar Þessi snjalla leið njörvar engan niður. Par getur valið hvort það vill fá vaxtabæturnar greiddar út fyrirfram í formi þriggja milljóna kr. stofnstyrks eða fara hefðbundna leið inn í vaxtabótakerfið. Sama gildir um einstaklinga og einstæða foreldra. Þeir sem velja sér stofnstyrkinn fá ekki vaxtabætur á þeim tíma. Styrkurinn setur heldur engar skorður um stærð fyrstu kaupa, svo fremi hún sé innan greiðslumats viðkomandi lánastofnunar.

Frelsi til að velja

Helsta gagnrýnin á leið okkar jafnaðarmanna er að hún sé líkleg til að heppnast of vel! – Hún kunni því að hafa áhrif á fasteignaverð. Það er hugsanlegt að einhver áhrif verði. Stofnstyrkurinn er hins vegar fyrirframgreiðsla á vaxtabótum, sem ella yrðu greiddar út með jöfnum hætti. Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ, telur ekki ástæðu til að ætla að samband sé á milli hækkunar vaxtabóta og hækkunar á húsnæðisverði. Jafnvel þó að leiðin heppnist það vel að hún hafi til skamms tíma áhrif á markaðinn er ljóst að hún felur í sér fljótvirka og einfalda aðferð til að vinna bug á einum helsta bráðavanda húsnæðismarkaðarins í dag.

Fólk þarf að hafa frelsi til að velja. Það á að geta valið hvort það kaupir eigin húsnæði eða leigir. Þess vegna er það líka hluti af húsnæðistillögum jafnaðarmanna að 4.000 leiguíbúðir verði byggðar á næstu fjórum árum auk 1.000 námsmannaíbúða. Sú leið sem hér er kynnt mætir hins vegar þörf ungs fólks og nýliða á fasteignamarkaði sem sér meira öryggi í því að eignast þak yfir höfuð. Hún er hröð og einföld – og hún jafnar leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta gefur í skyn að eitthvað stórt sé í vændum

Arteta gefur í skyn að eitthvað stórt sé í vændum