fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Formannskjör um breytingar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. maí 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin er sá flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu eða sósíaldemokratisma. Það er sú stefna sem hin sterku ríki Norðurlandanna eru byggð á og við teljum að stór hluti Íslendinga séu sammála. En oft erum við spurð hvað það þýði í raun að vera jafnaðarmaður? Hvað er það sem við viljum gera ef við komumst í ríkisstjórn? Jafnaðarmenn eru alþjóðasinnaðir og vilja að fólk fái að kjósa um aðild að ESB. Þeir vilja uppstokkun landbúnaðarkerfisins, lýðræðisumbætur, neytendavernd og jöfnun atkvæðisréttar. Þeir leggja áherslu á jöfn tækifæri, samábyrgð og jöfnun byrðanna með öflugu velferðar- og menntakerfi. Þeir vilja þróttmikið atvinnulíf sem byggir á hugviti, athafnafrelsi og alþjóðlegri samkeppnishæfni. Allt eru þetta hlutir sem höfða til okkar Íslendinga allt frá vinstri og inn á miðju stjórnmálanna.

Á undanförnum árum hefur Samfylkingin verið sögð hafa glatað erindisbréfi sínu. Því er ég algerlega ósammála. Engu að síður tel ég að við þurfum að horfast í augu við fylgistapið og leggja mikið á okkur til að safna jafnaðarmönnum saman að nýju því það þarf alvöru afl til að gera alvöru breytingar. Til þess var Samfylkingin stofnuð. Flokkur jafnaðarfólks verður aldrei lagður niður. Hann verður hins vegar að þróast áfram. Við þurfum að tala máli hinnar breiðu miðju til að verða fjöldahreyfing jafnaðarmanna á nýjan leik. Það gerist ekki ef við neitum að horfast í augu við veruleikann. Þá erum við að fjarlægjast upphaflegt markmið okkar. Það er ekki eftirspurn eftir öðrum vinstri flokki heldur flokki jafnaðarmanna.

Hvað munum við gera í ríkisstjórn?

Nafnið skiptir ekki öllu máli eða kennitalan. Það sem skiptir máli er hvað við ætlum að gera þegar við höfum snúið vörn í sókn og unnið sigur í kosningum. Í næstu ríkisstjórn viljum við koma á gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi, endurheimta jöfn tækifæri til menntunar, grípa til tafarlausra aðgerða í húsnæðismálum, stofna þjóðgarð á hálendinu og samþykkja nýja stjórnarskrá. Við viljum að verð fisks ákvarðist á markaði og arðurinn renni til landsmanna allra. Við munum láta kjósa um aðild að ESB og taka skref í upptöku nýs gjaldmiðils því við viljum betri kjör fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi.

Við munum taka landbúnaðarkerfið til gagngerrar endurskoðunar. Það heldur frá neytendum fjölbreyttum vörum á samkeppnishæfu verði án þess að skapa íslenskum bændum velsæld eða tækifæri til vaxtar. Bæði íslenskt launafólk og bændur eiga betra skilið.

Við munum berjast gegn því misrétti að þeir fáu sem ráða yfir mestum auði í samfélaginu, borgi ekki sinn skerf til reksturs þess. Við ætlum að byggja brýr og vegi, auka menntun og þjónustu og bæta samkeppnishæfni og lífskjör um land allt. Við ætlum að styrkja grunninn fyrir fjöldann en ekki beita úreltum pólitískum inngripum og sérlausnum sem gagnast fáum.

Fjöldahreyfing jafnaðarmanna

Allar þessar mikilvægu breytingar sem þarf að gera sýna að við eigum brýnt erindi við þjóðina. Við þurfum að tryggja að hægri flokkar og sérhagsmunaöfl haldi ekki velli eftir kosningar. Við þurfum að vinna með þeim sem vilja vinna með okkur að þessum markmiðum. Jafnaðarmenn eiga heima frá vinstri að miðju í litrófi stjórnmálanna ólíkt öðrum vinstriflokkum. Það er munurinn á okkur og þeim. Samfylkingin verður að svara kallinu og vera vettvangur allra sem vilja breyta samfélaginu okkar í átt til aukins jafnaðar. Við megum ekki gefast upp á því verkefni sem Samfylkingin var stofnuð um; Að sameina jafnaðarmenn á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Rússi handtekinn á flugvellinum í Billund með mikið magn sprengiefnis

Rússi handtekinn á flugvellinum í Billund með mikið magn sprengiefnis
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum