fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025

Sýnum þeim hvað samkeppni er

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggingafélögin hafa nú látið undan þrýstingi frá almenningi, vegna víðtækrar óánægju með framferði þeirra í iðgjalda og arðgreiðslumálum.

Þau ætla að lækka arðgreiðslurnar.

En þau ætla ekki að láta viðskiptavini njóta breyttra reglna ESB um bótasjóði né góðrar afkomu af ávöxtun þeirra.

Það ætla þau að hafa alfarið áfram fyrir eigendur. Líka ofteknu iðgjöldin.

Tryggingafélögin hafa sem sagt ekki enn lært lexíu sína, eins og FÍB bendir á.

Þess vegna þarf að veita þeim mun meira aðhald.

Veitum aðhald og látum samkeppnina virka

Nú ættu sem flestir viðskiptavinir stóru tryggingafélaganna þriggja að snúa sér til tryggingafélagsins Varðar og óska eftir tilboðum í tryggingar sínar (hringja eða senda skilaboð á netfang þeirra).

Það er auðvelt, gerist fljótt og án nokkurrar fyrirhafnar. Vörður hefur ekki tilkynnt um neinar sambærilegar arðgreiðslur og stóru félögin.

Ég hef heyrt af mörgum sem hafa fengið tilboð þaðan með umtalsverðri lækkun iðgjalda.

Menn geta slegið tvær flugur í einu höggi ef flutningur viðskipta til annars félags felur að auki í sér lækkun iðgjalda.

Þá er gráðugum skúrkum refsað og kjör viðskiptavina bætt.

Það er mikil þörf á að kenna tryggingafélögunum hvað samkeppni er. Raunar þarf að kenna miklu fleiri fyrirtækjum á Íslandi þá lexíu.

Þegar fyrirtæki ganga fram af óbilgirni gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki, eða með siðleysi og græðgi gagnvart samfélaginu, þá á fólk að leita annað – ef hægt er.

Það er hægt í máli tryggingafélaganna.

Nú skulum við sem flest kenna þeim hvað samkeppni er og kanna kjörin hjá öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Starfslið þingflokks Viðreisnar fullmannað

Starfslið þingflokks Viðreisnar fullmannað
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Inga Sæland: Grjóthörð gegn aðild að ESB – líka grjóthörð á því að þjóðin fái að ráða

Inga Sæland: Grjóthörð gegn aðild að ESB – líka grjóthörð á því að þjóðin fái að ráða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo og félagar virkja samtalið

Ronaldo og félagar virkja samtalið