fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Samfélagsmiðlavísitala flokkanna í Reykjavík: Hvaða flokkar ná til kjósenda, hverjir eru virkir á Twitter og hvað eru þeir með mörg ‘læk’?

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er vinsælastur allra flokka í Reykjavík á samfélagsmiðlum en flokkarnir þrír úr núverandi meirihluta sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor ná til fleiri. Allt stefnir í spennandi kosningabaráttu í borginni, allt bendir til að tólf eða jafnvel fleiri flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjustu könnunum er mjög tvísýnt hvort núverandi meirihluti haldi velli eða ekki. DV fór yfir fylgi flokkanna, Reykjavíkurfélaga flokkanna og oddvita á samfélagsmiðlum og reiknaði út í samfélagsmiðlavísitölu til að fá annars konar yfirlit yfir stöðu flokkanna í borginni.

Til að fá út samfélagsmiðlavísitöluna voru reiknaðir saman fylgjendur flokkanna á Facebook og Twitter, fjöldi þeirra sem eru í hópum flokkanna í Reykjavík og hversu margir fylgja oddvitum flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 14 þúsund fylgjendur á Facebook en oddvitinn, Eyþór Arnalds, er einnig sterkur á bæði Facebook og Twitter. Samfylkingin er öllu veikari á Facebook en vísitalan tekur stórt stökk þegar tekið er mið af þeim rúmlega 10 þúsund sem fylgja Degi B. Eggertssyni á Twitter.

Píratar eru mjög sterkir á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega Twitter miðað við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk. Eru það helst tiltölulega fáir fylgjendur oddvitans, Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, sem draga flokkinn niður. Staðan er öfug hjá Miðflokknum þar sem oddvitinn, Vigdís Hauksdóttir, er með fleiri persónulega fylgjendur en flokkurinn sjálfur. Sósíalistar koma vel út, byggir það aðallega á þeim rúmlega 9 þúsund manns sem eru í Facebook-hópnum Sósíalistaflokkur Íslands. Þess má geta að sá hópur var upphaflega stofnaður í kringum hugmyndina um að gera Ísland að fylki í Noregi. Ef ekki væri fyrir fjöldann í hópnum væri vísitala Sósíalistaflokksins talsvert lægri.

Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Flokkur fólksins eiga mest að þakka miklum fjölda sem fylgir flokkunum á Facebook en þær síður hafa verið mikið notaðar í tíðum þingkosningum síðustu misseri. Höfuðborgarlistinn er með nýja Facebook-síðu og er ekki virkur á Twitter, það skýrir lága samfélagsmiðlavísitölu framboðsins. Íslenska þjóðfylkingin er með rúmlega 1.300 manns í Facebook-hópi flokksins og fáa fylgjendur á samfélagsmiðlum, oddviti flokksins er heldur ekki virkur á samfélagsmiðlum. Þess má geta að Facebook-síðunni Getur þessi slitni skór fengið fleiri læk en íslenska þjóðfylkingin? hefur tekist sitt ætlunarverk og er með tvöfalt hærri samfélagsmiðlavísitölu en Íslenska þjóðfylkingin og rúmlega það.

Samkvæmt samfélagsmiðlavísitölunni er meirihlutinn í borginni fallinn ef Framsóknarflokkurinn nær inn í borgarstjórn og þarf því að reiða sig á stuðning Viðreisnar eða Flokks fólksins til að ná yfir samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks. En ef Framsóknarflokkurinn nær ekki inn í borgarstjórn snýst dæmið við og meirihlutinn heldur velli, að minnsta kosti þegar kemur að samfélagsmiðlum.

 

Samfélagsmiðlavísitala flokkanna

 

Sjálfstæðisflokkurinn: 14.306

Samfylkingin: 11.236

Píratar: 10.787

Vinstri græn: 7.668

Miðflokkurinn: 6.310

Sósíalistaflokkurinn: 5.949

Framsóknarflokkurinn: 5.044

Viðreisn: 4.937

Flokkur fólksins: 2.908

Alþýðufylkingin: 1.257

Íslenska þjóðfylkingin: 653

Frelsisflokkurinn: 212

Höfuðborgarlistinn: 176

 

Samanlögð vísitala núverandi meirihluta: 29.691

Samanlögð vísitala Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks: 25.660

Spurningarmerkin, Viðreisn og Flokkur fólksins: 7.845

 

Samfylkingin

861 fylgir Reykjavíkurfélaginu á Facebook

566 fylgja Reykjavíkurfélaginu á Twitter

6.702 fylgja flokknum á Facebook

1.757 fylgja flokknum á Twitter

Dagur B. Eggertsson 4.999 vinir á Facebook

2.900 fylgjendur á Facebook

9.690 fylgjendur á Twitter

2. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir 2.479 fylgjendur á Facebook

 

Sjálfstæðisflokkurinn

3.115 fylgja Reykjavíkurfélaginu á Facebook

14.522 fylgja flokknum á Facebook

2.501 fylgir flokknum á Twitter

Eyþór Arnalds 4.905 vinir á Facebook

2.600 fylgjendur á Facebook

536 fylgjendur á Twitter

2. sæti Hildur Björnsdóttir 647 fylgjendur á Facebook

 

Píratar

936 manns í Reykjavíkurhóp flokksins á Facebook

12.431 fylgir flokknum á Facebook

4.922 fylgja flokknum á Twitter

Dóra Björt Guðjónsdóttir 1.889 vinir á Facebook

462 fylgjendur á Twitter

 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

914 fylgja Reykjavíkurfélaginu á Facebook

6.511 fylgja flokknum á Facebook

1.871 fylgir flokknum á Twitter

Líf Magneudóttir

3.781 fylgjandi á Facebook

1.345 fylgjendur á Twitter

 

Viðreisn

153 fylgja Reykjavíkurfélaginu á Facebook

6.677 fylgja flokknum á Facebook

949 fylgja flokknum á Twitter

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir 2.013 vinir á Facebook

477 fylgjendur á Facebook

424 fylgjendur á Twitter

 

Miðflokkurinn

405 fylgja Reykjavíkurfélaginu á Facebook

5.333 fylgja flokknum á Facebook

77 fylgja flokknum á Twitter

Vigdís Hauksdóttir 5.000 vinir

3.168 fylgjendur á Facebook

1.433 fylgjendur á Twitter

 

Flokkur fólksins

Flokkur fólksins

43 í Reykjavíkurhóp flokksins á Facebook

2.384 fylgja flokknum á Facebook

23 fylgja flokknum á Twitter

Kolbrún Baldursdóttir 1.662 vinir á Facebook

 

Framsóknarflokkurinn

299 fylgja Reykjavíkurfélaginu á Facebook

1.240 fylgja Framsókn og flugvallarvinum á Facebook

7.565 fylgja flokknum á Facebook

1.307 fylgja flokknum á Twitter

Ingvar Jónsson 612 fylgjendur á Facebook

6 fylgjendur á Twitter

 

Sósíalistaflokkurinn

9.181 meðlimur í hóp flokksins á Facebook

1.060 fylgjendur á Facebook

38 í sveitarstjórnarhóp flokksins

Gunnar Smári Egilsson 4.996 vinir á Facebook

 

Höfuðborgarlistinn

351 fylgir flokknum á Facebook

Björg Kristín Sigþórsdóttir 1 fylgjandi á Twitter

 

Íslenska þjóðfylkingin

1.306 meðlimir í hóp flokksins á Facebook

Getur þessi slitni skór fengið fleiri læk en íslenska þjóðfylkingin? er með 4,138 „læk“

Guðmundur Karl Þorleifsson 326 vinir á Facebook

 

Alþýðufylkingin

847 fylgja flokknum á Facebook

Þorvaldur Þorvaldsson 1.564 vinir á Facebook

 

Frelsisflokkurinn

425 meðlimir í hópnum Frelsisflokkurinn og velunnarar á Facebook

 

Kvennaframboð

638 meðlimir í hóp á Facebook

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu