Í október árið 1935 kom kínverskur maður að nafni Zikka Wonz til Reykjavíkur til þess að halda fyrirlestur um ævi sína. Kom hann hingað á vegum Hjálpræðishersins því hann hafði tekið kristna trú eftir að hafa sloppið úr sirkus og stundaði eftir það trúboð. Wonz var fæddur í Shanghai en missti foreldra sína eins árs gamall. Var hann þá seldur í sirkus og þjálfaður til að sýna kvalafullar „loddaralistir“ eins og segir í Morgunblaðinu. Meðal annars var hann látinn hanga á hárinu vera skotmark hnífa og bar hann þess merki síðan. Wonz hafði nokkrum sinnum áður reynt að flýja sirkusinn en var ávallt handsamaður aftur.