Tímavél DV fjallar um hvalveiðar á Íslandi
Halldór Blöndal var alþingismaður í hartnær þrjá áratugi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gegndi meðal annars embætti landbúnaðar- og samgönguráðherra. Sem ungur maður bjó Halldór á Akureyri og sextán ára gamall fór hann í fyrsta skipti á vertíð í hvalveiðistöðinni í Hvalfirði. Alls starfaði hann þar við hvalskurð fram á miðjan fertugsaldur samhliða námi og öðrum störfum. Vísir heimsótti stöðina haustið 1967 og var Halldór þá að flensa hval. Á þeim tíma unnu hátt í hundrað manns á vertíð við að verka tæplega 400 skepnur í lýsi, mjöl, kjöt og súputeninga. Þegar Halldór var kjörinn á þing var hann einn dyggasti stuðningsmaður hvalveiða.