fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Klám á Strumpaspólum: „Sögur um að krakkarnir hefðu verið óvenju hljóðir“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 24. febrúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúarmánuði árið 1992 fengu Neytendasamtökin inn á borð til sín óvenjulegt mál sem átti eftir að fara nokkuð hátt í fjölmiðlum, svokallaða Strumpaklámsmál. Í dag telja margir þetta vera flökkusögu en þetta er hins vegar dagsatt. Klámefni rataði inn á myndbandsspólur með Strumpaþáttum. Steinar Berg Ísleifsson, sem gaf út spólurnar, ræddi við DV.

Eitthvað ljótt á spólunni

Í Þjóðviljanum 22. janúar segir frá foreldrum sem í sakleysi sínu fór út á myndbandaleigu og leigðu spóluna Strumparnir 1 fyrir börnin. Spólunni var rennt í tækið fyrir börnin en þegar hún var búin komu börnin fram og sögðu við foreldrana að það væri „eitthvað ljótt á spólunni líka.“ Neytendasamtökin fengu tvö slík mál inn á borð til sín og fólu í kjölfarið lögmanni sínum að kæra Steina hf.

Steinar Berg, eigandi Steina hf., segir að það hafi ekki komið til þess. „Þetta hafði enga slíka eftirmála, en var leiðinlegt og algerlega óviðeigandi að öllu leyti.“

Hvernig gerðist þetta?

„Við fengum umboð til að framleiða Strumpana sem við vissum að við gátum gert í talsvert miklu magni. Við fengum tilboð í framleiðsluna á vídeókasettur og aðilinn sem framleiddi þetta fyrir okkur hafði greinilega notað spólurnar áður, upp að einhverju magni, í einhverja klámmyndaframleiðslu. Við höfðum ekki hugmynd um þetta.“

Steinar segist ekki muna hver framleiðandinn var en það var innlendur aðili sem var að reyna að hasla sér völl á myndbandsspólumarkaðinum. „Við vorum að framleiða gríðarlega mikið af kvikmyndum og slíku og fengum tilboð í þetta verkefni frá þessum aðila sem við höfðum aldrei skipt við áður. Hann skilaði þessu svona og við tókum framleiðsluna og settum hana út í leigur.“

„Þetta hafði enga slíka eftirmála, en var leiðinlegt og algerlega óviðeigandi að öllu leyti.“
Steinar Berg Ísleifsson „Þetta hafði enga slíka eftirmála, en var leiðinlegt og algerlega óviðeigandi að öllu leyti.“

Fólki fannst þetta fyndið

Steinar segist ekki vita hvernig klám hafi verið á spólunum en samkvæmt Morgunblaðinu frá 21. janúar var um mjög gróft klám að ræða. „Ég var staddur í Cannes í Frakklandi og sá þetta aldrei. Við innkölluðum þessar spólur og sendum aftur til hans og fengum lagfæringu á þessu. Við skiptum auðvitað ekki við hann aftur og hann hætti í viðskiptum skömmu eftir þetta.“

Um var að ræða þáttaspólur með 45 mínútur af efni. Spólurnar sjálfar voru 60 mínútur og átti síðasta korterið að vera autt. Steinar segir að málið hafi farið hærra í fjölmiðlum en efni stóðu til. „Þetta voru ein eða tvær týpur af spólum og einhverjar 100 eða 200 af þeim sem við vissum nákvæmlega hvert höfðu farið. Þetta var ekki lengi í umferð.“

Fenguð þið bágt fyrir þetta?

„Nei. Það var aðallega spilað á þetta með einhvers konar húmor af því að þetta var svo óvenjulegt.“

En var aukning í sölu á Strumpamyndböndum?

„Nei, en fólki fannst þetta fyndið, þannig séð. Sérstaklega þegar skýrðist hvernig þetta átti sér stað. Það heyrðust einhverjar sögur um að krakkarnir hefðu verið óvenju hljóðir. En ég held að þetta hafi ekki verið mörg tilfelli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þessar þjóðir eru með stærstu brjóstin – Íslenskar konur ofarlega á lista

Þessar þjóðir eru með stærstu brjóstin – Íslenskar konur ofarlega á lista
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru að skilja eftir 30 ára hjónaband

Eru að skilja eftir 30 ára hjónaband
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“

Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“