fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Bruggaði eiginmanni sínum launráð – Leigumorðingjarnir guggnuðu – „Hvenær ætlarðu að klára þetta?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. mars 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taliep Petersen var suðurafrískur tónlistarmaður, nokkuð frægur að sögn og því ekki loku fyrir það skotið að einhver sem þetta les kannist við kauða.

Taliep, sem fæddist 15. apríl, árið 1950, var múslimi, tvíkvæntur og sex barna faðir. Seinni kona Talieps var Najwa Petersen sem var af auðugri, namibískri fjölskyldu komin; Dirk-fjölskyldunni. Fjölskyldan hafði komið ár sinni vel fyrir borð með viðskiptum með ávexti og demanta.

Sagan segir að samband Najwa og föður hennar hafi verið náið og sennilega ástæða þess að hún átti að baki þrjú misheppnuð hjónabönd þegar hún giftist Taliep; enginn eiginmanna hennar stóðst samanburð við föður hennar. Það er önnur saga.

Frásögn Najwa

Þegar þessi saga hefst er Taliep Petersen liðið lík. Hann var myrtur 16. desember, árið 2006, í Höfðaborg í Suður-Afríku. Án efa gerðist ýmislegt í málinu næsta hálfa árið eða svo, en það var þó ekki fyrr en 18. júní, 2007, að Najwa var handtekin.

Tónlistarmaðurinn
Taliep Petersen var illa svikinn.

Upphaflega hafði Najwa sagt lögreglu að kvöldið þegar Taliep var myrtur, hefði hún tekið á sig náðir í eigin svefnherbergi, hjónin deildu ekki svefnherbergi, eftir að hafa tekið lyfin sín. Síðan hefði hún hringt í vin sinn sem hefði selt fyrir hana demanta til að athuga hvort hann hefði fengið greiðslu. Hann sagði svo vera og að hann væri á leið til hennar með greiðsluna.

Krafin um peninga

Það næsta sem Najwa vissi, að eigin sögn, var að hún var vakin af hettuklæddum manni sem beindi byssu að höfði hennar og krafði hana um peninga.

Najwa sagðist hafa farið með manninum inn í svefnherbergi Talieps þar sem öryggisskápurinn var og séð hann krjúpa á gólfinu og rann blóð úr nefi hans eða munni.

Að sögn Najwa var um tvo innbrotsþjófa að ræða, en hún mundi ekki hvort þeir hefðu báðir verið vopnaðir. Hún lét þann vopnaða fá 50.000 rand og andvirði 300.000 rand í Bandaríkjadölum.

Síðan var Najwa læst inni í hennar eigin svefnherbergi og þaðan hringdi hún í mágkonu sína. „Á meðan ég talaði við hana heyrði ég skothvell,“ sagði Najwa.

Þrjár tilraunir

Reyndar var Najwa margsaga um atburðarás umrædds kvölds og um síðir kom í ljós hvernig í pottinn var búið. Frásagnir annarra sem voru í húsinu, til dæmis fullorðins sonar Najwa frá fyrra hjónabandi, voru engan veginn samhljóða frásögn Najwa sjálfrar.

Najwa var handtekin á heimili sínu og var síðar ákærð, ásamt þremur vitorðsmönnum, fyrir morðið á Taliep.

Kaldrifjaða eiginkonan
Najwa sveifst einskis í ráðabruggi sínu.

Við réttarhöldin kom í ljós að hjónaband Najwa og Talieps hafði sennilega riðað til falls snemma árs 2006. Þá hafði Najwa haft samband við vin Dirk-fjölskyldunnar, mann að nafni Fahiem Hendriks, og beðið hann að finna einhvern sem myndi koma Taliep fyrir kattarnef gegn allvænni þóknun. Fyrstu tvær tilraunirnar mistókust, en allt er þegar þrennt er.

Þrír leigumorðingjar

Það eina sem stóðst nánari skoðun í frásögn Najwa var að þrír menn bönkuðu upp á heima hjá Taliep kvöldið örlagaríka í desember árið 2006 og Taliep fór grunlaus til dyra.

Þar voru á ferðinni Abdoer Emjedi, Waheed Hassen og Jefferson Snyders, sem höfðu verið ráðnir af Hendriks.

Eftir að hafa yfirbugað Taliep og gengið duglega í skrokk á honum fór einn þremenninganna, Waheed Hassen, um húsið með Najwa og safnaði saman fé, skartgripum og farsímum. Allan tímann, að sögn Waheeds, spurði Najwa hann ítrekað: „Hvenær ætlarðu að klára þetta?“

Najwa „klárar þetta“

Jefferson mun hafa yfirgefið heimilið áður en stóru tíðindin gerðust og þegar að því kom að „klára þetta“ komu einhverjar vöflur á Waheed Hassen.

Waheed hafði sett kodda yfir andlit Talieps en guggnaði þegar að því kom að hleypa af.

Najwa tók skammbyssuna af Waheed og skaut einu skoti sem fór í gegnum hálsinn á Taliep. Samkvæmt vitnisburði streymdu tárin niður kinnar Talieps þegar hann gerði sér grein fyrir því að Najwa var með í þessu öllu.

Najwa fékk 28 ára dóm, Abdoer Emjedi 24 ár og Waheed Hassen 25 ár en Jefferson slapp með skrekkinn og fékk sjö ára dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
433
Fyrir 19 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland