fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Leigubílstjórinn sem tók ranga beygju

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. janúar 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur ljóst fyrir hví gríski leigubílstjórinn Dimitris Vakrinos framdi ódæði sín, en talið var að hann hefði þjáðst af minnimáttarkennd og að auki glímt við andleg veikindi sem rekja mátti til bernsku hans, en hann hafði iðulega sætt ofbeldi á sínum yngri árum.

Vakrinos, sem átti þrjár systur, var af fátæku, grísku bændafólki kominn. Foreldrar hans voru Panagiotis og Georgia Vakrinou, en faðir hans fékk viðurnefnið „Vrouvas“ vegna drykkjuvandamála sinna. Vakrinas fékk oft að finna til tevatnsins þegar faðir hans drakk.

Ungur í Aþenu

Árið 1975 kom Vakrinos, þá þrettán ára, til Aþenu og fékk inni hjá vinalegri fjölskyldu þar í borg og vann á bar í Hassia. Síðar lærði hann málmsuðu í iðnskóla og var ráðinn til skipasmíðastöðvar þar sem hann starfaði til ársins 1992, þegar hann gerðist leigubílstjóri.

Vakrinos kvæntist árið 1990 en hjónabandið var skammlíft því eftir fjórtán mánuði kastaði eiginkona hans honum á dyr. Vakrinos tók því ekki þegjandi og hljóðalaust.

Íkveikja á Salamis-eyju

Vakrinos hefndi sín með því að kveikja í sumarbústað fyrrverandi tengdaföður síns á Salamis-eyju og fullyrti að bústaðurinn hefði upphaflega verið í eigu sinnar fjölskyldu.

Vakrinos kvæntist aftur árið 1996 en eignaðist aldrei börn. Af því hjónabandi fer engum sögum.

Leigubílstjórinn
Dimitris Vakrinos kallaði ekki allt ömmu sína.

Mörgum árum áður hafði Vakrinos framið sitt fyrsta morð, en þau áttu eftir að verða fleiri.

Barinn til bana

Sitt fyrsta morð framdi Dimitris Vakrinos þann 6. ágúst árið 1987. Þar var um að ræða samleigjanda Vakrinos, 57 ára karlmann að nafni Panayiotis Gaglias. Til verksins notaði Vakrinos járnstöng en Gaglias hafði að sögn tekið ófrjálsri hendi veiðiriffil hins fyrrnefnda. Þegar Vakrinos bar á Gaglias þjófnaðinn hótaði hann að blaðra í lögregluna og Vakrinos hótaði á móti að hann myndi taka ærlega í lurginn á Gaglias.

Það gerði Vakrinos síðan svikalaust og Gaglias fór ekki til lögreglunnar, hvorki þá né síðar. Hann gerði yfirhöfuð ekki nokkurn skapaðan hlut þaðan í frá.

Fimm morð

Í apríl 1997 handtók lögreglan Vakrinos og var hann ákærður fyrir fimm morð auk slatta af morðtilraunum og vopnuðum ránum sem átt höfðu sér stað frá 1987.

Sitt annað morð framdi Vakrinos, að mati lögreglunnar, 20. nóvember, árið 1993. Samkvæmt skýrslum var um að ræða 26 ára konu, Anastasiu Simitzi, sem hafði beðið Vakrinos að keyra hana heim frá næturklúbbi í Aþenu.

Höfnun og móðgun

Ekki fylgir sögunni hvernig Vakrinos tók í þá beiðni en vitað er að hann vildi að Anastasia svæfi hjá honum. Ekki hugnaðist henni það og hafnaði hún þeirri ósk hans á staðnum og lét fylgja með nokkrar góðar og, án efa, gildar móðganir.

Af hverju?
Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna Vakrinos brást við eins og hann gerði.

Vakrinos tók höfnun Anastasiu óstinnt upp og ók sem leið lá á afskekkt svæði skammt frá Mantra á Attica-skaga. Þar hellti hann yfir Anastasiu bensíni, og sparaði það ekki, og bar síðan eld að. Að sögn lögreglu var Anastasia brennd lifandi.

Vinnudeila

Svo virðist sem Vakrinos hafi þaðan í frá litið á morð sem hentugustu lausnina ef upp komu deilumál. Þannig var mál með vexti að Vakrinos og kollegi hans, 39 ára leigubílstjóri, Theodoros Andreadis að nafni, höfðu eldað grátt silfur um fjögurra mánaða skeið.

Andreadis mun hafa hundsað biðröð leigubíla og nappað einum viðskiptavini áður en að honum kom. Þetta hafði hleypt illu blóði í Vakrinos sem hugsaði Andreadis þegjandi þörfina.

Kollega komið fyrir kattarnef

Þann 9. janúar, 1994, brá Vakrinos sér í hlutverk viðskiptavinar og bað Andreadis að skjótast með hann til Loutraki, strandstaðar við Korinþuflóa.

Einhvers staðar á leiðinni stoppaði Andreadis að beiðni Vakrinos sem skaut hann umsvifalaust fjórum sinnum með skammbyssu sem hann hafði í fórum sínum.

Síðan ók Vakrinos til Elefsina þar sem hellti bensíni yfir bílinn og kveikti í honum og brunnu þar til kaldra kola hvor tveggja bíllinn og Andreadis.

Bílþjófnaður og bræður tveir

Tveir bræður urðu síðustu fórnarlömb Vakrinos. Bræðurna myrti Vakrinos þann 21. desember, árið 1995. Costas, 33 ára, og Antonis Spyropoulos, 35 ára, höfðu veitt Vakrinos eftirför, en hann hafði áður stolið bíl Costas.

Vakrinos hafði betur en bræðurnir tveir því hann náði að skjóta þá báða til bana og komast undan án þess að verða nokkurn tímann bendlaður við ódæðið.

Síðasti túrinn
Vakrinos var loks handtekinn árið 1997.

Lánið sneri þó baki við Vakrinos árið 1997 þegar sjónir lögreglu beindust einhverra hluta að honum og hann var handtekinn.

Skóreimar og sturtuhaus

Sem fyrr segir var Vakrinos einnig grunaður um fimm morðtilraunir, þar af eina þar sem lögreglumaður slapp með skrekkinn, og vopnuð rán. Vakrinos var þó ekki lengi á framfæri fangelsisyfirvalda því 12. maí, 1997,  fannst hann dauður í sturtu einangrunardeildar Korydallos-fangelsisins sem hýsti hann. Vakrinos hafði notað skóreimar til að hengja sig á sturtuhausnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!