fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025

Undarlegur ástarþríhyrningur – Mary hvatti ástmann sinn til að kvænast annarri konu: „Drepa mýs, drepa mýs, drepa mýs!“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. september 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1866 fæddist á Englandi stúlkubarn sem síðar var skírt Mary Eleanor, ættarnafnið var Wheeler. Lítið er vitað um bernsku hennar en leiddar hafa verið að því líkur að faðir hennar hafi verið Thomas nokkur Wheeler sem var sakfelldur fyrir morð á manni að nafni Edward Anstee og síðar hengdur. Einhver áhöld virðast vera um sannleiksgildi þeirra vangaveltna.

Ástarþríhyrningur

Að sögn tók Mary Eleanor upp eftirnafnið Pearcey eftir að hún og trésmiður að nafni John Charles Pearcey rugluðu saman reytum. Fjöllyndi Mary fór ekki vel í trésmiðinn og þau slitu samvistir að hans frumkvæði.

Síðar tók Mary saman við húsgagnaflutningamann, Frank Hogg. Þá var annað uppi á teningnum því Hogg var ekki við eina fjölina felldur og átti þegar þar var komið sögu í það minnsta eina ástkonu, Phoebe Styles.

Mary Eleanor Pearcey náði ekki háum aldri.

Þessi þríhyrningur hefur verið hálfundarlegur. Phoebe varð barnshafandi og Hogg kvæntist henni að áeggjan Mary og hjónin settust að í Kentish Town í London. Phoebe Styles fæddi síðan stúlkubarn sem skírt var í Phoebe í höfuð móður sinnar.

Leið nú tíminn og segir fátt af hjónabandi eða heimilislífi í ranni Hogg-fjölskyldunnar eða þætti Mary Eleanor í því.

Öskur og óhljóð

Þann 24. október, árið 1890, dró til tíðinda. Mary Eleanor bauð Phoebe í heimsókn. Phoebe þáði boðið og kom heim til Mary og hafði Phoebe yngri með sér. Hvað þeim fór á milli er ekki vitað, en hitt er vitað að nágrannar Mary heyrðu öskur og hljóð sem bentu til átaka um klukkan fjögur síðdegis þennan dag.

Ekkert var aðhafst vegna þessa, fólk sinnti sínu og kvöld tók við af degi.

Að kvöldi þessa dags fannst kvenmannslík á ruslahaugum í Hampstead norður af Kentish Town. Höfuðkúpan var mölbrotin og höfuðið hafði nánast verið skilið frá líkamanum. Í um 1,6 kílómetra fjarlægð fannst yfirgefinn, svartur barnavagn og voru voðirnar í honum alblóðugar.

Lík eins og hálfs árs barns fannst í Finchley, norður af Hampstead, og ljóst að það hafði verið kæft til bana.

Blóðug híbýli

Kennsl voru borin á líkin og ljóst að um Phoebe eldri og yngri var að ræða. Eftirgrennslan lögreglu leiddi í ljós að sést hafði til Mary Eleanor á götum í þessum hluta

Madame Tussauds-safnið fékk mikinn áhuga á málinu.

London, eftir að húma tók að kvöldi. Hafði Mary ýtt á undan sér barnavagni Phoebe.

Framkvæmd var húsleit í híbýlum Mary og þar var blóð uppi um veggi og blóðslettur í lofti. Fann lögreglan blóðugt pils og svuntu og ýmsa aðra hluti blóðuga, þar á meðal skörung og kjötskurðarhníf.

Aðspurð hvað hefði gengið á sagði Mary að hún „ætti í vandræðum með mýs og væri að reyna að drepa þær.“ Að sögn eins sem kom að rannsókninni þá sönglaði Mary „Drepa mýs, drepa mýs, drepa mýs!“, þegar hún var spurð sömu spurningar á seinni stigum málsins.

Hvað sem því líður þá var Mary Eleanor kærð fyrir morð. Hún hélt ávallt fram sakleysi sínu, en var sakfelld og síðan hengd þann 23. desember árið 1890.

Vaxmynd af Mary

Þess má geta að málið vakti heilmikla athygli fjölmiðla þess tíma.

Vaxmyndasafn Madame Tussauds lét gera vaxmynd af Mary Eleanor sem var til sýnis í hryllingsdeild safnsins. Vaxmyndasafnið keypti barnavagn Phoebe og ýmsa muni úr eldhúsi Mary.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hvað er konudagur?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Náði að sannfæra stjórnina og leikmanninn – Verið stórkostlegur undanfarið

Náði að sannfæra stjórnina og leikmanninn – Verið stórkostlegur undanfarið
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Hvað er konudagur?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tapaði á því að hafa heita pottinn úti

Tapaði á því að hafa heita pottinn úti
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sonurinn umdeildi gerði allt vitlaust með þessum myndum – Sjáðu hvað hann birti

Sonurinn umdeildi gerði allt vitlaust með þessum myndum – Sjáðu hvað hann birti
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda