fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Fláráði lygalaupurinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 16:30

Á brúðkaupsdaginnDíana var tólf árum eldri en Tony, en ágætlega efnuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska útlendingahersveitin hefur löngum verið sveipuð óútskýranlegum dýrðarljóma og draumur margra ungra karla hefur snúist um að ganga í hana. Eitt er að dreyma um eitthvað og annað að gera það að veruleika.

Englendingurinn Tony Bannister var einn af þeim sem létu slag standa og 21 árs að aldri sleppti hann heimdraganum og hélt til Frakklands.

Inngangan í Frönsku útlendingahersveitina reyndist þó aðeins verða fyrsta skrefið í leit þessa athyglissjúka manns að tilveru sem væri öðruvísi og myndi skapa honum sérstöðu.

Nælir í auðuga konu

Lífið í Frönsku útlendingahersveitinni stóð ekki undir væntingum Tonys og því fór hann til Bandaríkjanna og gerðist hundaatferlissinni, það er engin lygi, og opnaði umönnunarstofu fyrir gæludýr.

Á þeirri stofu hitti hann verðandi eiginkonu sína, Díönu. Hún var endurskoðandi og tólf árum eldri en Tony, en hann setti það ekki fyrir sig því hún var ágætlega efnuð.

Um skeið virtist Tony sáttur við ráðahaginn og lífið, en Adam var ekki lengi í Paradís eins og oft er haft á orði.

Íshokkístjarna og rithöfundur

Nú voru góð ráð dýr, en Tony dó ekki ráðalaus. Í stað þess að krydda tilveruna skapaði hann einfaldlega nýja. Hann breytti nafni sínu úr Bannister í Lindstrom og fullyrti að hann væri kanadískur, fyrrverandi íshokkístjarna og, til að bæta um betur, farsæll rithöfundur í ofanálag.

Tony gekk svo langt að hann halaði niður fjölskyldumyndum af internetinu og breytti þeim. Síðan sendi hann, til dæmis, föður sínum myndirnar og sagði þar um að ræða eiginkonu sína og þrjú börn. Reyndin var sú að hann og Díana áttu engin börn, og reyndar fer ekki mörgum sögum af hjónabandinu þegar þarna var komið sögu.

Vísað frá Bandaríkjunum

Tony gekk of langt í svikum og prettum og að lokum var honum vísað úr landi. Hann og Díana fluttu þá til Englands og eitt af hans fyrstu verkum þar var að kaupa sér Porsche-bifreið, enda mátti það ekki minna vera. Hann opnaði nýja umönnunarstöð fyrir hunda, en fjárhagurinn stóð á brauðfótum.

Á brúðkaupsdaginn Díana var tólf árum eldri en Tony, en ágætlega efnuð.

Brátt stefndi umönnunarstöðin í gjaldþrot og því sauð Tony saman áætlun sem mundi leysa vandamálið.

Líftrygging í „afmælisgjöf“

Á þessum tímapunkti, í byrjun árs 2010, höfðu Tony og Díana verið gift í tíu ár. Tony ákvað að kaupa líftryggingu handa Díönu, sem þá var 56 ára. Hann fékk nágrannakonu sína til að þykjast vera Díana og þau fóru saman í tryggingafélagið. Þar sagði Tony að líftryggingin væri eins konar afmælisgjöf.

Varla hafði blekið þornað á tryggingarsamningnum þegar Tony hóf leit á internetinu að upplýsingum um insúlín, virkni þess og hvort það kæmi fram við krufningu.

Að því loknu gerði hann tilraun á hundinum sínum sem drapst nógu vandræðalaust.

Mislukkuð morðtilraun

Áform Tonys fóru handaskolum, um það verður sennilega ekki deilt. Klukkan hálf fjögur um eftirmiðdaginn 4. febrúar, 2010, fann lögreglan bíl Tonys sem hafði verið lagt í um níu kílómetra fjarlægð frá heimili hjónanna í Church Crookham í Hampshire. Í bílnum var Tony, liðið lík, og slatti af pillum og sprautum.

Ekkert var hægt að gera fyrir Tony svo lögreglan hraðaði sér að heimili hans og Díönu. Þar fannst Díana meðvitundarlaus í rúminu og var henni komið með hraði á sjúkrahús.

Dó eftir þrjú ár

Lögreglan beið þess með eftirvæntingu að Díana kæmist til meðvitundar, en það gerðist aldrei. Díana var í dái og þremur árum síðar, 9. febrúar, 2013, var slökkt á öndunarvél sem hélt í henni lífinu og Díana fór yfir móðuna miklu.

Vitað var að Tony hafði keypt insúlínið og talið að hann hafi sprautað Díönu aðfaranótt 1. febrúar. „Eftir að hafa leitað upplýsinga á internetinu taldi hann [Tony] að dauðinn kæmi strax – að líkaminn hætti að starfa,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Simon Casey.

Breytti eins og heigull

Þegar Tony varð ljóst að honum hefði mistekist – Díana hafði ekki dáið heldur lagst í dá – hringdi hann í vinnustað hennar og tilkynnti hana veika. Hann gekk svo langt að biðja nágranna til að líta til hennar.

Síðan „breytti hann eins og heigull myndi gera“ og ók á afvikinn stað og svipti sig lífi, sagði Casey enn fremur.

Casey sagði að af fortíð Tonys væri ljóst að þar hefði ekki verið á ferðinni trúverðugur maður.

Yfirvegaður og meðvitaður morðingi

Dánardómstjórinn, Andrew Bradley, var sama sinnis og varð á orði að Tony hefði alltaf haft eigin hag að leiðarljósi, hann hefði verið „yfirvegaður, meðvitaður maður sem hefði hagað málum með sinn eigin hag að leiðarljósi, fyrst og fremst, og gengið svo langt að hann var reiðubúinn til að bana eiginkonu sinni.“

Þannig fór nú það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skilaboðum til Ronaldo lekið – Þetta stóð í þeim

Skilaboðum til Ronaldo lekið – Þetta stóð í þeim
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Ágúst hvetur fólk til að passa sig á þessu um jólin

Ágúst hvetur fólk til að passa sig á þessu um jólin