fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Ghiliazza: gleymni glæpamaðurinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. apríl 2019 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Dion hét fimmtán ára, frönsk stúlka. Hún var frá Loire-dalnum í Frakklandi. Í kringum mánaðamótin nóvember/desember árið 2002 var Jennifer úti að skemmta sér með skólafélögum sínum. Klukkan var orðin hálf sjö um kvöldið og Jennifer vissi sem var að hún hafði verið lengur úti en hún mátti. Því ákvað hún að stytta sér leið gegnum sund eitt, fram hjá auðum lóðum og þaðan yfir á aðalgötuna. Það sem átti að stytta vegferð Jennifer heim, gerði gott betur því það stytti vegferð hennar í gegnum lífið.

Chesterfield og dekkjaför

Næsta morgun fannst nakið lík Jennifer í grænmetisbeði. Höfuðkúpan hafði verið brotin með hamri og líkið var þakið skrámum. Henni hafði verið nauðgað.

Þegar lögreglan í Tours rannsakaði vettvanginn fann hún ýmsar vísbendingar og voru sumar þeirra afar kunnuglegar; Chesterfield-sígarettustubbur og dekkjaför eftir vespu. Lögreglan vissi að förin voru eftir vespu því ein slík, grá að lit, hafði sést á vettvangi í fleiri málum sem vörðuðu kynferðislegt ofbeldi. Einnig vissi lögreglan að ódæðismaðurinn reykti Chesterfield og ótæpilega.

Fyrsta morðið

Hvað glæpamaðurinn hét lá ekki fyrir þegar þarna var komið sögu. Síðar kom í ljós að um var að ræða 34 ára karlmann, Patrick Ghiliazza, sem var afgreiðslumaður í verslun. Á árunum 1997 til 2003 hafði Patrick ráðist á að minnsta kosti sex ungar konur.

Sumum stúlknanna hafði hann nauðgað, sumar sluppu þegar aðrir vegfarendur komu of nærri, en Jennifer var fyrsta stúlkan sem Patrick myrti.

Jennifer Dion
Sú eina sem Ghiliazza myrti.

Lögreglan hafði hendur í hári Patricks fyrir tilstilli einnar konu, Samiru, sem hafði lent í klónum á honum fyrri hluta árs 2002.

Patrick ræðst á Samiru

Í dómsal í Tours, í september 2006, stigu fórnarlömb Patricks hvert á fætur öðru í vitnastúkuna og rifjuðu upp þolraun sína frammi fyrir þöglum áheyrendum.

Eftirminnilegust var hugsanlega áðurnefnd Samira. Hún sagði að sunnudaginn 24. mars, 2002, hefði hún verið úti að skokka. Í litlu skóglendi ók Patrick Ghiliazza fram hjá henni á gráu vespunni sinni. Hann stoppaði nokkru síðar og beið. Þegar hún kom nær spurði hann hana hvað klukkan væri, og stökk síðan á hana. Þegar hann herti að hálsi henni reyndi hún að róa hann niður og sagði við hann: „Lofaðu mér því að ég sjái móður mína aftur.“

Bjargvættur á vespu

„Hann lofaði því. Ég sagði: „Ekki meiða mig“ og hann svaraði: „Ég meiði þig ekkert. Ég mun bara gera þér gott“.“

Patrick reif fötin utan af Samiru, nauðgaði henni og setti fötin hennar inn undir jakkann hans.

Síðan reyndi hann að draga Samiru upp á hjólið, en þá bar að einhvern annan á vespu og Patrick sá sitt óvænna og stakk af.

Ökumaður hinnar vespunnar hjálpaði Samiru, sem ákvað síðar að láta þennan atburð og áfall ekki draga sig niður. Þvert á móti þá ákvað hún að finna þetta skrímsli og láta hann svara fyrir glæpi sína.

Samira finnur nauðgarann

Samira sigraðist á óbeit sinni á staðnum þar sem henni hafði verið nauðgað og þegar hún fór út að skokka fór hún iðulega þangað, sannfærð um að nauðgarinn léti sjá sig.

Meira en ári síðar, sunnudaginn 13. apríl, 2003, uppskar Samira ávöxt staðfestu sinnar; þarna sat hann á vespunni sinni, reykjandi Chesterfield. Samira komst svo nálægt honum að allur efi fauk út í veður og vind. Þetta var hann og enginn annar.

Grænmetisgarðurinn
Lík Jennifer fannst illa útleikið í þessum garði.

Samiru tókst að fá far heim til sín þar sem hún hringdi á lögregluna. Patrick var á sama stað þegar lögreglan kom. Hann var með Chesterfield-sígarettu á milli varanna og nokkrir stubbar lágu við fætur hans.

Lítill vafi

Fljótlega lá ljóst fyrir að maðurinn, Patrick Ghiliazza, hafði nauðgað Samiru, en hafði hann líka ráðist á hinar ungu konurnar og myrt Jennifer Dion.

Í öllum tilvikum hafði sömu aðferð verið beitt, gerandi var á grárri vespu og reykti Chesterfield. Tilviljanir eiga sér stað, en litlum vafa virtist undirorpið að Patrick væri sekur um allt áður nefnt.

Ein stúlknanna rifjaði upp þegar hún lenti í klónum á Patrick, 13. ágúst 2002. Patrick braut á henni öxlina í ofsanum. „Þú fékkst mig til að skilja raunverulega merkingu orðsins hatur,“ sagði stúlkan við réttarhöldin.

Sagðist ekkert muna

„Mér þykir það leitt,“ stamaði Patrick upp. „Ég hef reynt að muna hvað gerðist, en ekkert rifjast upp fyrir mér,“ bætti hann við.

Hið sama var uppi á teningnum hjá Patrick þegar hann heyrði frásagnir annarra. Hann rámaði til dæmis ekkert í tvær árásir sama daginn, 7. nóvember 2002, fórnarlömb hans þá voru 14 og 15 ára.

Viku síðar réðst Patrick á tíu ára stúlku; nei, hann mundi ekkert eftir því. Hálfum mánuði síðar myrti hann Jennifer Dion og fjórum mánuðum síðar réðst hann á tólf ára stúlku.

„Ég man ekki eftir neinu af þessu,“ var viðkvæðið hjá Patrick.

Fullkomin gleymni

Hvað Jennifer Dion varðaði þá sagði Patrick að hann hefði reykt sígarettu, Chesterfield, til að byggja upp hugrekki til að nauðga henni. En einn rannsóknarlögreglumaður sagði: „Hann nauðgaði henni tvisvar og ég tel að hann hafi fengið sér að reykja á milli nauðgana.“

Dómsformaðurinn spurði Patrick: „Hefurðu fleiri nauðganir á samviskunni, fleiri morð?“ og Patrick svaraði: „Það er mögulegt, en ég man það ekki.“

Málalyktir urðu þær að Patrick Ghiliazza fékk lífstíðardóm með möguleika á reynslulausn eftir 30 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skilaboðum til Ronaldo lekið – Þetta stóð í þeim

Skilaboðum til Ronaldo lekið – Þetta stóð í þeim
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Ágúst hvetur fólk til að passa sig á þessu um jólin

Ágúst hvetur fólk til að passa sig á þessu um jólin