fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Lygin varð dauðans alvara: Fjöldi hermanna festist í vef Ashley

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sími getur verið mikið þarfaþing, en öllu má ofgera og ekki ofsögum sagt að Ashley Elrod, frá Outer Banks í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, hafi farið helst til geyst í sinni símanotkun.

Ashley hringdi um 5.000 sinnum á mánuði og í flestum tilfellum til karlmanna sem töldu sig vera kærasta hennar. Reyndar notaði Ashley, sem var 22 ára þegar þessi frásögn hefst, einnig tölvuna ótæpilega til að blekkja karlmenn; telja þeim trú um að hún væri nett, aðlaðandi og vel efnuð ung kona. Ashley virtist einkum veik fyrir landgönguliðum og í ljósi þess að hún bjó skammt frá Norfolk hafði hún úr fjölda manna að velja. Í Norfolk er nefnilega stærsta herstöð sjóhers og landgönguhers Bandaríkjanna.

Festist í lygavef

Í kringum áramótin 2005/2006 var undirforingi að nafni Cooper Jackson fastur í neti Ashley. Eitt sinn er hann svaraði í símann heyrði hann kynþokkafulla rödd konu sem sagðist heita Samantha. Í kjölfarið upphófust samskipti þeirra á milli og í símtölum og tölvupósti, sannfærði „Samantha“ Cooper um að hún væri fögur, kynþokkafull og ljóshærð og vel stöndug í þokkabót. Cooper velktist ekki í vafa um að hann hefði fundið framtíðar eiginkonu sína.

Þarfaþing
Símanotkun Ashley kostaði mannslíf.

Ashley sendi Cooper ljósmyndir sem staðfestu hve fögur hún var. Myndirnar voru að sjálfsögðu af annarri konu og var hún frekar fáklædd á sumum myndanna.

Ekki allt sem sýnist

Svo ástfanginn var Cooper, sem var 23 ára, að hann gekk svo langt að segja móður sinni að hann „hefði loksins kynnst stúlku sem styrkti á ný tiltrú hans á konum.“

Hvernig átti Cooper að vita að hinum megin á „línunni“ var enga Samönthu að finna heldur Ashley Elrod sem fékk „kikk“ út úr því að hringja í karlmenn og daðra við þá.

Hún átti ekkert sameiginlegt með þeirri blekkingu sem hún bar á borð fyrir fórnarlömb sín. Ashley hafði gefið menntaskólanám upp á bátinn. Hún var budduleg og lítt áberandi og sá sér farborða með vinnu í gestamóttöku hótels í Outer Banks.

Ashley í öngstræti

Ungi undirforinginn var orðinn svo ástfanginn af Samönthu að hann þrýsti ítrekað á hana um að hittast. Ashley varð uppiskroppa með afsakanir. Hún var búin að nota veikindi alloft, einnig að hún þyrfti að skjótast úr bænum og þegar allt um þraut þá sagði hún að hún þyrfti að hugsa um auðugan föður sinn, sem lægi fársjúkur á spítala.

Hún vildi allt til þess vinna að hann kæmist ekki að sannleikanum og spann því upp svæsna lygasögu um að hún væri gjörsamlega farin á taugum; henni hefði verið nauðgað af tveimur landgönguliðum. Þannig tókst henni að halda lífi í símtölunum og Cooper fjarri á sama tíma.

Nauðgara leitað

Þannig var mál með vexti að Cooper var á námskeiði í Dam Neck-þjálfunarbúðunum í Virginíu á þessum tíma og sagði Ashley að umræddir landgönguliðar væru staðsettir þar.

Justin Huff
Lenti með banvænum afleiðingum í lygavef Ashley.

Cooper varð reiður mjög og nefndi af handahófi nöfn nokkurra sem hann þekkti í búðunum. Einskær tilviljun réð því að nafn Justins Huff undirliðþjálfa bar á góma. Hann hafði farið tvisvar til Írak og sloppið líkamlega heill frá því og eiginkona hans bar þeirra fyrsta barn undir belti.

Saklaust fórnarlamb

Cooper komst í samband við Justin 2. janúar, 2006 og sauð upp sögu um að hann starfaði innan glæparannsóknardeildar hersins. Sagði hann að Justin þyrfti að koma með honum til Norður-Karólínu og aðstoða við rannsókn í nauðgunarmáli.

Justin var ekki vanur að bera brigður á fyrirmæli yfirmanna og sagðist vera reiðubúinn til þess, en tók þó fram að hann kæmi af fjöllum hvað nauðgun áhrærði.

Um leið og þeir voru komnir út af herstöðinni í Dam Neck dró Cooper upp byssu og sagði Justin að hann væri handtekinn og yrði í járnum þar til þeir kæmu í höfuðstöðvarnar.

Lykill og hnífur

Að sjálfsögðu voru höfuðstöðvarnar ekkert á dagskrá hjá Cooper heldur ók hann á afskekktan stað í skóglendi í Norður-Karólínu. Þar dró hann Justin út úr bílnum og hóf að yfirheyra hann.

Fljótlega runnu tvær grímur á Cooper og honum varð ljóst að Justin var blásaklaus. Hvað var til ráða? Þarna stóð hann í stolnum einkennisfatnaði rannsóknardeildar hersins, með lykil að handjárnunum í annarri hönd og hníf í hinni.

Málalyktir urðu þær að Justin, sem hafði lifað af tvær ferðir til Írak, var skorinn á háls af kollega sínum úti í hundsrassi í Norður-Karólínu.

Cooper handtekinn

Þetta sama kvöld var tilkynnt að Justin væri fjarverandi án leyfis og rannsóknarlögreglumenn hersins voru ekki lengi að tengja Cooper við málið. Hann hafði enda ekki farið leynt er hann spurðist fyrir um Cooper í Nam Deck-þjálfunarbúðunum.

Frá jarðarför Justins
Lifði af tvær ferðir til Írak.

Þann 12. janúar viðurkenndi Cooper allt saman og fór með rannsóknarlögreglumenn að þeim stað þar sem hann hafði grafið Justin.

Cooper var ákærður fyrir morð, mannrán, hindrun réttvísinnar og að hafa siglt undir fölsku flaggi. Í október, 2006, stóð hann frammi fyrir dauðadómi.

Fleiri sambönd

Ashley bar vitni og sagði sem var, að hún hefði sagt Cooper að henni hefði verið nauðgað af tveimur landgönguliðum, sem hún vissi ekki hvað hétu.

Ashley brynnti músum þegar hún bar vitni og viðurkenndi að hafa hringt í karlmenn í hernum síðastliðin sex ár. „Ég hef lágt sjálfsmat og ég þarfnast einhvers til að tala við,“ sagði hún.

Fleiri hermenn báru vitni og sögðu frá sambandi sínu við konu. Á meðal þeirra var Michael Chunkie sem hafði fengið símhringingu frá Callie Adams. Með þeim þróaðist samband og „hún var eiginlega kærasta mín á þeim tíma. En við hittumst aldrei,“ sagði Michael.

Lífstíðardómur og ráðgjöf

Með því að játa sekt slapp Cooper við dauðarefsingu. Ashley Elrod var ekki ákærð fyrir eitt eða neitt í málinu. Sagan segir að hún hafi fengið ráðgjöf vegna eigin vandamála. Þannig fór það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur