fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Banvænn blekkingarleikur frú Baude

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust má til sanns vegar færa að um helgarhjónaband hafi verið að ræða hjá frönsku hjónunum Joel og Nadine Baude. Þau bjuggu í Iville, þorpi skammt frá Rouen í Normandí-héraði.

Joel var slátrari með aðstöðu í úthverfi Parísar og þurfti að hefja störf í rauðabítið hvern virkan dag. Því hafði hann tekið á leigu stúdíóíbúð skammt frá vinnustað sínum og kom heim um helgar.

Nadine var sjálfstæður sjúkrabifreiðarbílstjóri og réð tíma sínum nokkuð sjálf.

Í rúmið með skjólstæðingi

Einn góðan veðurdag var Nadine fengin til að skutla manni að nafni Jacques Merlan til sjúkraþjálfara. Jacques hafði lent í slysi á mótorhjóli sínnu og var í endurhæfingu. Þetta varð að vikulegum viðburði hjá Nadine og Jacques og á endanum fóru þau saman í rúmið.

Nadine Baude
Blekkti bæði eiginmann sinn og ástmann.

Fljótlega var ljóst að Nadine var full alvara með sambandinu og engu líkara en hún hefði fullkomlega gleymt þeirri staðreynd að hún hafði verið gift í tvo áratugi, eða þar um bil, og ætti 21 árs son.

Fjárfesta í fasteign

Nadine sagði Jacques að hún hefði skilið fyrir 20 árum. Sonur hennar byggi enn hjá henni og hún væri ágætlega efnuð, þökk væri fjölskyldu hennar. „Svo, af hverju kaupum við ekki hús saman. Ég verð ekki í vandræðum með að leggja fram helming kaupverðsins?“ sagði hún við Jacques dag einn í apríl 2002.

Á næstu vikum skoðuðu þau hús saman og festu að lokum, í byrjun maí, kaup á einu sem hentaði. Kaupverðið var 230.000 evrur, Jacques borgaði 40 prósent og Nadine afganginn og notaði sitt eigið ættarnafn, Morel, þegar hún skrifaði undir kaupsamninginn.

Bakari finnur slátrara

Árla morguns sunnudaginn 5 maí, 2002, sá bakari á leið í vinnuna bíl í ljósum logum og hafði samband við slökkviliðið. Þegar búið var að ráða niðurlögum eldsins kom illa brunnið lík Joels í ljós.

Joel Baude
Komst að tvöföldu lífi eiginkonu sinnar.

Áður en eiginleg rannsókn hófst skellti Nadine sér til Parísar. Síðar sagði hún að tilgangur fararinnar hefði verið að finna eiginmann sinn. Daginn eftir hafði hún samband við lögregluna. Sagði hún að eiginmaður hennar hefði komið heim í helgarbyrjun en síðan þurft að fara aftur til Parísar vegna vinnutengdra vandræða.

„Hann hefur ekki skilað sér heim,“ sagði hún og bætti við að hann hefði haft á sér 500 evrur í reiðufé og verið á bíl sonar þeirra.

Áverkar á líkinu

Það tók fimm daga að tengja brunna bílinn sem bakarinn ók fram á og hvarf Joels, því Nadine hafði ruglast á einum tölustaf í bílnúmerinu þegar hún gaf lögreglunni þær upplýsingar.

Fljótlega varð ljóst að Joel hafði ekki sest í bílinn sjálfur, staða hans mælti gegn því. Einnig bentu áverkar á líkinu til þess að hann hefði verið barinn.

Lögreglan ákvað að kanna lista yfir símhringingar Baude-fjölskyldunnar. Komu þá í ljós mikil samskipti Nadine við karlmann að nafni Jacques. Fannst lögreglunni tími til kominn að spjalla aðeins við Nadine og son hennar, Jerome.

Uppgjör í uppsiglingu

Í ljós kom að tveimur dögum áður en Nadine og Jacques tóku við nýkeyptu húsi sínu, hafði Nadine hringt í Jerome, sem þá var staddur ásamt kærustu sinni, í ónafngreindum þemagarði.

Það var laugardagur og Nadine vildi vara Jerome við því að faðir hans yrði hugsanlega í slæmu skapi þegar hann kæmi heim.

Heimili Baude-fjölskyldunnar
Joel var lítið heima við vegna vinnu sinnar.

Jerome, sem vissi um ástmann móður sinnar, ákvað að brenna heim án tafar. Hann var mjög hændur að móður sinni og ósáttur við að faðir sinn hafði aldrei viljað heyra minnst á skilnað. Þegar þarna var komið sögu taldi Nadine nokkuð víst að innan tíðar myndi Joel komast að ótryggð hennar.

Krytur í kjallaranum

Jerome kom heim klukkan níu þetta kvöld, og faðir hans renndi í hlað um hálftíma síðar og var í besta skapi. Skyndilega sneri Joel sér að eiginkonu sinni og sagði: „Ég veit allt kærastann þinn.“

Andrúmsloftið breyttist snarlega og upphófust þrætur þar sem Jerome stóð með móður sinni.

Rifrildi Joels og Jeromes barst niður í kjallara og að sögn Nadine fór hún niður og sá þá Joel liggjandi á gólfinu. Hún hefði þreifað eftir púlsi en engan fundið.

Eiginlega sjálfsvörn

Við yfirheyrsluna hafði Nadine á orði að Joel hefði verið afar ofbeldisfullur þegar hann kom heim þetta kvöld, svo mjög að ekki væri í reynd um morð að ræða, heldur sjálfsvörn. Þau hefðu farið í kerfi og ekki hringt í lögregluna af þeim sökum.

Klukkan tvö um nóttina hefðu þau farið hvort á sínum bílnum að skógi í um 30 kílómetra fjarlægð frá Iville. Joel hefðu þau sett í bíl Jeromes og bensínbrúsa að auki. Í skógarjaðrinum hellti Jerome bensíni yfir bílinn sinn og bar eld að.

Brenndur lifandi

Það sem þau ekki vissu, og kom ekki í ljós fyrr en við krufningu, var að Joel var ekki dáinn þegar hann varð eldhafinu að bráð.

Síðan keyrðu þau heim til Iville þar sem Nadine fór úr bílnum en Jerome fór í þemagarðinn. Kærasta Jeromes staðfesti að hann hefði horfið um kvöldið og komið aftur þegar langt var liðið á nóttina. Hún sagði enn fremur að mikil reykjarlykt hefði verið af honum. Hún sagði að Jerome hefði sagst hafa grillað með foreldrum sínum og því væri reykjarlykt af honum.   

Jacques kemur af fjöllum

Það er skemmst frá því að segja að Nadine var síðar handtekin og var hún hjá Jacques þegar lögregluna bar að garði. Jacques kom af fjöllum þegar hann komst að því að Nadine væri ekki fráskilin og að eiginmaður hennar hefði komið heim um helgar. Að eiginmaður hennar væri dáinn kom honum ekki á óvart, aðeins að það væri nýskeð. Nadine hefði sagt honum mörgum dögum fyrr að „fyrrverandi“ maður hennar hefði fundist látinn í bíl sínum með brotinn háls.

Ástarhreiðrið
Húsið sem Nadine festi kaup á með Jacques.

Kemur Jacques ekki meira við sögu hér.

Tíðir kviðverkir

Rannsókn lögreglunnar leiddi enn fremur í ljós að Joel hafði, árið 1988, endað á spítala, illa haldinn eftir að hafa innbyrt einhvers konar eitruð lyf. Það kom honum í opna skjöldu, sagði hann læknum, því honum varð aldrei misdægurt og tók engin lyf yfirhöfuð.

Fjórum sinnum að auki var farið með hann á spítala vegna kviðverkja sem, við nánari athugun, gerðu ávallt vart við sig eftir að hann hafði borðað samloku sem Nadine hafði útbúið.

Til að stytta langa sögu skal upplýst að Jerome fékk 12 ára dóm og Nadine 25 ára dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skilaboðum til Ronaldo lekið – Þetta stóð í þeim

Skilaboðum til Ronaldo lekið – Þetta stóð í þeim
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Ágúst hvetur fólk til að passa sig á þessu um jólin

Ágúst hvetur fólk til að passa sig á þessu um jólin