fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Mæðgur og morð – Dóttirin vann, en móðirin eyddi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt í mörgu og það sannaðist í þorpinu Bristol, í Bucks-sýslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, 17. október árið 2010. Þar í kofaskrifli úti í skógi bjuggu mæðgurnar Rebecca Anne Olenchock og Kimberly Venose. Líf þeirra var ekki dans á rósum og Rebeccu dreymdi um betri tilveru annars staðar, en Kimberly, móðir hennar, virtist sátt við að hírast í greninu, sem klastrað var saman úr krossviðarplötum, og vildi ekki flytja.

Rebecca Olenchock
Dreymdi um betra líf.

Þrátt fyrir að Rebecca byggi ekki við munað eins og rafmagn og rennandi vatn var hún í fullu starfi sem gengilbeina og reyndi af fremsta megni að spara og koma sér upp sjóði.

Draumurinn fjarlægðist

Kornið á það til að fylla mælinn og það gerðist einmitt áðurnefndan dag, árið 2010.

Þannig var mál með vexti að Kimberly glímdi við heilsubrest af ýmsum toga og hafði fengið fengið framfærslueyri um nokkurt skeið. Að lokum var svo komið að skilnaðurinn taldist frágenginn og frekari framfærslu var ekki að vænta úr þeirri átt.

Kimberly varð háðari dóttur sinni, sem sá draum sinn um flutning úr skóginum og betra líf fjarlægjast með degi hverjum. Kornið fyllti mælinn.

Peningar hurfu

Þannig var mál með vexti að Rebecca var í vandræðum með að geyma það fé sem hún fékk fyrir vinnu sína. Engan hafði hún bankareikning og fátt um góða felustaði í hreysinu.

Þó hafði Rebecca afrekað að safna fyrir gamalli Kia-bifreið og fyrir tilstilli Söndru Mullican, talsmanns heimilislausra á svæðinu, fékk hún að geyma eitthvert fé í öryggisskáp í kirkju.

Það kom þó tíðum fyrir að Rebecca uppgötvaði að peningar sem hún faldi í kofa mæðgnanna „höfðu horfið“.

Hafnaboltakylfa og lampaolía

Sem sagt, Rebecca kom móður sinni fyrir kattarnef 17. október árið 2010 á „heimili“ þeirra mæðgna. Rebecca barði Kimberly með hafnaboltakylfu og hellti síðan lampaolíu yfir hana þar sem hún lá meðvitundarlaus inni í kofaskriflinu og bar að lokum eld að. Að þessu loknu skellti hún hengilás á hurðina og ók á brott.

Kimberly komst til meðvitundar, föt hennar voru alelda sem og kofinn, en engu að síður tókst henni að brjótast út um einn vegginn, staulast að veginum og öskra á hjálp. Andartaki áður en hjarta hennar gaf sig tókst henni að segja einum sjúkraliða að dóttir hennar hefði reynt að drepa hana.

Þriggja dag réttarhöld

Nokkrum dögum síðar fann lögreglan Rebeccu í Johnson City í Tennessee þar sem hún var með karli sem hún hafði kynnst í gegnum internetið.

Í járnum
Að lokum fyllti kornið mælinn.

Réttarhöldin tóku þrjá daga og úrskurðaði dómarinn, Albert Cepparulo, Rebeccu seka. Hann vísaði til föðurhúsanna þeirri fullyrðingu verjanda Rebeccu að ömurlegar heimilisaðstæður hefðu hrakið hana til örþrifaráða.

Vissulega hafði verjandi ýmislegt til síns máls, því alkunna var að nag- og skordýr voru ekki af skornum skammti og bættu ekki úr skák í því sem fyrir taldist ekki til mannsæmandi aðbúnaðar.

Veik en sek

Cepparulo sagði að Rebecca ætti við andleg vandamál að stríða, en væri engu að síður sek. Þann 12. október, 2011, fékk Rebecca lífstíðardóm fyrir morðið á móður sinni og 12 til 25 ára dóm fyrir íkveikju og dómana má hún afplána samtímis.

Einnig úrskurðaði Cepparulo að Rebecca skyldi njóta meðferðar vegna andlegra veikinda og annars sem þeim tengdist meðan hún afplánaði dóminn. Ó já.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
433
Fyrir 19 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland