fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Vargur í véum – Hjónarúmið reyndist banabeður: „Persónugerving illu ljóskunnar“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. desember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suzane Louise Freiin von Richthofen fæddist 3. nóvember árið 1983. Suzane er brasilísk en á þó ættir að rekja til Þýskalands því faðir hennar hét Manfred Albert Freiherr von Richthofen, en móðir hennar, Marisia von Richthofen (Marísia Abdalla) var brasilísk og af líbönsku bergi brotin.

Heilinn á bak við ódæðið
Suzane naut liðsinnis kærastans.

Þann 31. október, árið 2002, fékk Suzane hjálp kærasta síns og bróður hans til að koma foreldrum hennar fyrir kattarnef. Réttað var yfir Suzönu í Sao Paulo í júlí árið 2006.

Áhöld um vensl

Faðir Suzönu var forstjóri ríkisfyrirtækis sem sá um uppbyggingu þjóðvega í landinu, en móðir hennar var geðlæknir. Einn yngri bróður á Suzane, Andreas Freiherr von Richthofen, en hann kemur ekki mikið við sögu þessa.

Sjálfur fullyrti Manfred að hann væri bróðursonur Manfreds von Richthofen, þess fræga flugmanns sem gerði garðinn frægan í fyrri heimsstyrjöldinni og varð þekktur sem Rauði baróninn.

Einhver áhöld virðast þó vera um þau vensl og hefur þýska von Richthofen-fjölskyldan vísað öllum slíkum fullyrðingum til föðurhúsanna.

Átakalítil tilvera

En nú víkur sögunni aftur að Suzönu og forsögu hennar. Eftir að hafa útskrifast úr menntaskóla fór Suzane í lögfræðinám í Pontifícia Universidade Católica. Henni var lýst sem hamingjusamri konu, en eilítið feiminni og á þeim tíma bar ekki skugga á samband hennar við hvorki foreldrana né yngri bróður hennar.

Sumarið 1999 byrjaði Suzane að æfa brasilískt jiu-jitsu og þar kynntist hún Daniel Cravinhos de Paula e Silva, sem varð kærasti hennar og síðar sökunautur.

Á gleðistund
Fljótt skipast veður í lofti í samskiptum fólks.

Myrt í rúminu

Það var langt liðið á kvöldið 31. október, 2002, þegar Suzane kannaði hvort foreldrar hennar væru komnir í draumalandið. Hún hafði skipulagt að myrða þau svo mánuðum skipti og sá þetta kvöld að leiðin ætti að verða greið.

Suzane aftengdi þjófavarnarkerfið og opnaði fyrir kærasta sínum og bróður hans, Christian, en þeir höfðu beðið þolinmóðir fyrir utan. Cravinhos-bræðurnir fóru upp á efri hæðina og inn í svefnherbergi foreldra Suzönu. Bræðurnir börðu Manfred og Marisiu í höfuðið með járnröri og notuðu síðan handklæði til að kyrkja þau. Meðan á þessu gekk beið Suzane í stofunni niðri. Þegar bræðurnir komu niður settu þremenningarnir á svið innbrot. Þau stungu í vasa sína því fé sem þau fundu, dreifðu dagblöðum um bókaherbergið og rusluðu að lokum til á heimilinu.

Glæpurinn „uppgötvaður“

Þau yfirgáfu síðan vettvang glæpsins og Suzane og Daniel fóru á hótel, en Christian fór á skyndibitastað. Í morgunsárið fóru Suzane og Daniel á internetkaffihús þar sem 15 ára bróðir Suzane, Andreas, hafði varið nóttinni við tölvu. Þau héldu heim og „uppgötvuðu“ þá hinn hræðilega glæp sem hafði verið framinn.

Þau biðu ekki boðanna og hringdu umsvifalaust á lögregluna og upplýstu hana um þeirra útgáfu. Lögreglan reyndist ekki auðginnt og var ekki reiðubúin til að gleypa við innbrotsútgáfunni. Taldi lögreglan líklegra að einhver nákominn fjölskyldunni væri viðriðinn glæpinn og hóf að yfirheyra börnin og fleira fólk.

Óviðeigandi hegðun

Það sem kom lögreglunni spánskt fyrir sjónir var ekki fyrst og fremst vettvangurinn með aftengt þjófavarnarkerfi og dagblöðum á víð og dreif, líkt og þeim hefði verið stillt upp.

Nei, það var viðmót Suzönu, sem virtist einstaklega róleg þrátt fyrir allt og allt. Daginn eftir morðið lék hún sér í sundlaug fjölskyldunnar með Daniel og síðar meir, nokkrum klukkustundum eftir að foreldrar hennar voru jarðsett, hélt upp á 19 ára afmæli sitt með pomp og prakt.

Því ákvað rannsóknarlögreglan að beina sjónum sínum að Suzönu og Daniel og fylgjast með ferðum þeirra.

Upp komast svik

Lögreglan uppskar árangur erfiðis síns nokkrum dögum síðar þegar Christian keypti mótorhjól sem hann greiddi fyrir með 100 dala seðlum. Þann 9. nóvember voru þau öll handtekin; Christian, Daniel og Suzane og ekki leið á löngu þar til Suzane játaði allt saman.

Þremenningarnir
F.v. Christian, Daniel og Suzane.

Nú, tíminn leið og í maí, árið 2005, úrskurðaði Hæstiréttur að Suzönu skyldi sleppt úr varðhaldi á grundvelli „habeas corpus“ og henni var gert að bíða réttarhalda í stofufangelsi á heimili sínu.

Ástamál og auður

Ástæður ódæðisins voru ekki flóknar. Þar lék stórt hlutverk ósætti Suzönu og foreldra hennar vegna kærastans Daniels og kannski ekki síður auður foreldra Suzönu, sem var töluverður.

Til að byrja með fundu foreldrar Suzönu, sambandi hennar og Daniels ekkert til foráttu. Það breyttist þó þegar Manfred og Marisia uppgötvuðu að Daniel neytti marijúana nánast daglega og ekki bætti úr skák að hann kom úr lægri stétt og var afar frábitinn hvort tveggja námi og vinnu.

Í júlí, árið 2002, stakk Suzane upp á því að foreldrar hennar keyptu handa henni íbúð svo hún og Daniel gætu búið saman. Við það var ekki komandi og sagði faðir hennar að hún gæti gert það sem henni sýndist, en það yrði þá fyrir hennar eigið fé.

Fé og frelsi

Þar stóð sennilega hnífurinn í kúnni, því auður foreldra Suzönu var metinn á 17 milljónir Bandaríkjadala, sem rynnu til Suzönu ef foreldrar hennar tækju upp á því að deyja.

Saksóknarinn, Roberto Tardelli, sagði að Suzane vildi „komast yfir fé og eignir foreldra sinna“ og að hún hefði „viljað frelsi og sjálfstæði án þess að hafa fyrir því“.

Margt fleira var sagt og Daniel fullyrti að Manfred hefði níðst líkamlega á Suzönu, en sjálf vísaði hún fullyrðingu hans á bug. Einnig var því haldið fram að foreldrar Suzönu hefðu glímt við áfengisfíkn, en ekkert fannst sem studdi þá fullyrðingu.

Ásakanir á báða bóga

Réttarhöldin yfir Suzönu, Daniel og Christian hófust 5. júní, 2006, en var síðan frestað til 17. júlí. Ákæran hljóðaði upp á morð og Suzane skellti skuldinni á Daniel, en hann og Christian sögðu að þeir hefðu framið ódæðið að hennar áeggjan.

Í járnum
Frelsi án fyrirhafnar varð Suzönu dýrkeypt.

Saksóknarinn sagði að Suzane væri „heilinn“ að baki glæpnum og krafðist 50 ára dóms fyrir hvert og eitt þeirra. Sagði hann að Suzane væri „persónugerving illu ljóskunnar.“

Þann 22. júlí, 2006, fékk Suzane 40 ára fangelsisdóm. Daniel fékk einnig 40 ár en Christian fékk 38 ára dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!