fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Málningarhöndlarinn sem myrti: „Aldrei í lífinu hefði mér dottið til hugar að vesalings stúlkan myndi finnast í frystikistunni“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elaine Canalia fannst sem eitthvað væri ekki rétt þegar hún kom að heimili Johns Famalaro í Prescott í Arizona í Bandaríkjunum. Hún var þangað komin, í júlí árið 1994, í þeim erindagjörðum að kaupa málningu af John, enda rak hún málningarvöruverslun.

Í heimreiðinni hjá John voru þrjár bifreiðir; pallbíll, sendiferðabíll og enn einn pallbíll, greinilega merktur Ryder-bílaleigunni.

Elaine hafði þekkt John í um tvo mánuði og skildi ekki hví hann þurfti enn einn trukkinn, auk þess sem henni sýndist sem hann yrði ekki mikið notaður því í kringum hann voru kassar í stöflum, fullir af málningardósum. Á pallinum var frystir sem greinilega var tengdur við rafmagn inni í húsinu. Af rælni skrifaði Elaine bílnúmerið á blað.

Tómur bíll með sprungið dekk

Um viku síðar lét hún vin sinn í Phoenix fá miðann með númerinu, en sá var rannsóknarlögreglumaður. Þessi hugdetta Eleaine varð til þess að þriggja ára ráðgáta leystist.

Þannig var mál með vexti að þremur árum fyrr, 3. júní 1991, var Denise Huber, 23 ára, á leið heim af rokktónleikum í Los Angeles. Þegar hún átti um fimm kílómetra ófarna að heimili foreldra hennar í Newport Beach sprakk annað afturdekkið. Bíllinn fannst síðar en hvorki tangur né tetur af Denise.

Denise Huber. Hvarf á heimleið af rokktónleikum.

Í þrjú ár gekk hvorki né rak í rannsókn lögreglunnar og þótti hvarf Denise hið dularfyllsta mál.

Innihald frystikistunnar

Þegar vinur Elaine kannaði bílnúmerið sem hún hafði hripað niður kom í ljós að umræddur bíll var skráður stolinn, því ekki hafði verið greitt til bílaleigunnar um langt skeið.

Það kom í hlut lögreglumanna úr Yavapai-sýslu að skoða málið nánar. Frystikistan á trukknum vakti forvitni lögreglumannanna og þeir klipptu hengilásinn á henni í sundur.

Þeir grófu niður í kistuna, í gegnum heilmikið plastrusl, og á botni hennar fundu þeir nakið lík, frosið í fósturstellingu með hendurnar handjárnaðar fyrir aftan bak.

Ónýttar upplýsingar

Reyndar var það svo að hvarf Denise hefði jafnvel átt að leysast mánuði fyrr. Þannig var að starfsmenn Ryder fengu upplýsingar um aðsetur Johns Famalaro í júní, 1994, frá konu frá San Clemente. Umrædd kona, Carolyn Copeland, vann við að hafa uppi á týndum erfingjum og hafði farið ásamt dóttur sinni í útibú Ryder í San Clemente til að skila bílaleigubíl.

Þar spjallaði hún við starfsmann útibúsins og talið barst að starfa Carolyn. Starfsmaðurinn sagði þá Carolyn að hann þyrfti að finna ákveðinn mann, Famalaro, sem hefði ekki skilað bifreið á umsömdum tíma, í janúar það ár.

Famalaro. Lumaði á leyndarmáli í þrjú ár.

Þetta reyndist einfalt mál fyrir Carolyn sem síðar lét starfsmanni Ryder í San Clemente upplýsingar um það í té. „Þetta var óalgengt nafn, svo það var auðfundið,“ sagði Carolyn.

John taugatrekktur

Upplýsingarnar enduðu í höfuðstöðvum Ryder í Miami en einhverra hluta vegna var ekkert aðhafst. Því liðu enn nokkrar vikur þar til Elaine fékk á tilfinninguna að eitthvað væri gruggugt við trukkinn á hlaðinu hjá John.

Síðar sagðist Elaine hafa talið að trukkurinn væri stolinn. „Aldrei í lífinu hefði mér dottið til hugar að vesalings stúlkan myndi finnast í frystikistunni,“ sagði Elaine.

Lík Denise var geymt í þessari kistu.

Hún hafði komið heim til Johns ásamt félaga sínum, Court, og barnabarni hans. Elaine sagði að hún hefði fengið á tilfinninguna að John væri eitthvað tímabundinn eða taugatrekktur og hann hefði staflað kössum í bíl hennar með hraði. Þegar barnabarn Court, 10 ára drengur, þurfti að komast á klósettið sagði John að það gæti hann ekki, húsið væri vatnslaust.

Eitthvað við Ryder-pallbílinn truflaði Elaine meðan á öllu þessu stóð og því fór sem fór.

Blóðugur hamar og naglbítur

Í kjölfar líkfundarins var John Famalaro handtekinn, 13. júlí 1994, og heimili hans rannsakað hátt og lágt. Á meðal þess sem fannst var kassi merktur „jólaskraut“. Innihaldið var ekki jólalegt; blóðugur hamar og naglbítur. Byssur og handjárn lágu eins og hráviði um heimilið og inni í skáp fannst einkennisskyrta lögreglumanns. Talið var líklegt að John hefði þóst vera lögreglumaður þegar hann ók fram á bifreið Denise, með sprungið afturdekk, úti í vegkanti þremur árum áður.

John hafði síðan farið með Denise í vöruskemmu í Laguna Hills þar sem hann beitti hana kynferðislegu ofbeldi og barði síðan til dauðs.

„Sterkir straumar“

Nokkrum dögum síðar keypti John Famalaro frystikistuna, setti líkið í hana og geymdi sem einhvers konar verðlaunagrip. Í þrjú ár höfðu foreldrar Denise leitað hennar og höfðu eðlilega ekki hugmynd um örlög hennar.

Síðar, þegar Elaine vottaði foreldrum Denise samúð sína, sögðu þeir að það hefði verið Guðs vilji að Elaine hjálpaði til við að finna dóttur þeirra. Sjálf hafði Elaine á orði að hún hefði fengið „svakalega undarlega“ tilfinningu þegar hún var heima hjá John Famalaro. Hún sagði að það hefði „ekkert verið áberandi grunsamlegt við pallbílinn“, en samt hefðu komið „sterkir straumar“ frá honum.

Dauðadómur staðfestur

Í júní, 1997, mæltist kviðdómur til þess að John Famalaro yrði dæmdur til dauða. Dauðadómurinn var kveðinn upp 5. september árið 1997 og endanlega staðfestur af Hæstarétti Bandaríkjanna í júlí, árið 2011.

Handtekinn
John Famalaro var neitað um lausn gegn tryggingu.

Var það einróma niðurstaða að John Famalaro, sem þá var 60 ára, hefði fengið sanngjörn réttarhöld fyrrum og dómurinn skyldi standa.

John Famalaro bíður nú örlaga sinna á dauðadeild San Quentin-fangelsisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar hefði áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu

Arnar hefði áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslenska landsliðið mætir Englandi í dag

Íslenska landsliðið mætir Englandi í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Katrín framlengir í Kópavoginum

Katrín framlengir í Kópavoginum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?